Góð ráð fyrir konur sem stunda sjálfsfróun

Það er gott að stunda kynlíf einn.
Það er gott að stunda kynlíf einn. mbl.is/Thinkstockphotos

Fjölmargar konur fara í gegnum lífið án þess að stunda sjálfsfróun. Sjálfsfróun getur ekki bara veitt unað heldur læra konur margt um sjálfan sig með því að snerta sig. Það er gott að hafa nokkur atriði í huga til þess að gera upplifunina ánægjulegri. Cosmopolitan tók saman góð ráð frá nokkrum sérfræðingum. 

Gefðu þér tíma

Til þess að fá sem mest út úr sjálfsfróuninni er mikilvægt að gefa sér tíma og ekki hugsa um þetta sem eitthvað sem þarf að klára eins og hvað annað húsverk. Einnig er gott að fullvissa sig um að verða ekki fyrir neinni truflun. Ef verið er að flýta sér er líklegt að unaðurinn nái ekki þeim hápunkti sem vonast er eftir. 

Sleipiefni

Af hverju ekki að nota sleipiefni? Það getur verið gott að setja smá sleipiefni á vísifingur og löngutöng og nudda síðan snípinn og skapabarmana að innanverðu. Þó svo að náttúrulegt sleipiefni sé til staðar getur sleipiefni bara aukið unaðinn. 

Ekki hugsa bara um píkuna

þegar kona stundar kynlíf með sjálfri sér ætti hún ekki bara að hugsa um píkuna. Mælt er með því að konur örvi geirvörtuna, taki um rass sinn eða læri, eða hvar sem þeim finnst gott að koma við sig. 

Ekki byrja endilega að hamast á snípnum

Það tekur tíma að hita sig upp og það er tilvalið að koma blóðfæðinu af stað með því að renna fingrunum rólega um innanverða skapabarmana og meðfram snípnum. 

Kynlífstæki

Það getur verið gagnlegt að nota kynlífstæki eins og titrara en það þarf ekki endilega hefja leika strax með því. Það getur verið frábært og lærdómsríkt að nota hendurnar til að byrja með. Það er einnig mun líkara því sem á sér stað þegar stundað er kynlíf með annarri manneskju ef verið er að leitast eftir slíkri upplifun. 

Myndir

Augun leika stórt hlutverk þegar kemur að kynlífi. Ef æsandi myndir hjálpa þér notaðu æsandi myndir. 

Ekki bara snípurinn

Ólíkt því sem á sér stað þegar kona stundar kynlíf með manni þá láta margar konur leggöngin vera þegar þær stunda sjálfsfróun. Hins vegar ef konur vilja það ættu þær að gera það. Þá er hægt hreyfa fingurna inn og út á meðan haldið er áfram að snerta snípinn. 

Ekki liggja bara á bakinu

Augljósasta og einfaldasta leiðin til að stunda sjálfsfróun er að liggja á bakinu. Það getur hins vegar verið gaman að prófa aðrar stellingar. Það er hægt að lyfta fótunum hátt, hné að öxlum er markmiðið. Einnig er hægt að liggja á bakinu, það er erfiðara að ná um snípinn í þeirri stöðu en sumum konum finnst mjög gott að vera á maganum. 

Það ætti ekki bara að liggja á bakinu.
Það ætti ekki bara að liggja á bakinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál