Svona oft stunda hamingjusöm pör kynlíf

Hamingjusöm pör sunda ekki kynlíf eins og kanínur.
Hamingjusöm pör sunda ekki kynlíf eins og kanínur. mbl.is/Thinkstockphotos

Meira er ekki alltaf betra. Rannsókn sem sýnir hversu oft hamingjusöm pör stunda kynlíf leiðir þetta í ljós. Einu sinni í viku er nóg fyrir þau hamingjusömu. 

30 þúsund manns í Bandaríkjunum tóku þátt í rannsókninni samkvæmt The Daily Dot en rannsóknin tók yfir fjóra áratugi. Að stunda kynlíf oft í viku er því líklega ekki leiðin til þess að bæta hamingjuna í sambandinu. 

„Uppgötvun okkar gefur í skyn að það sé mikilvægt að viðhalda náinni tengingu við makann en þú þarft ekki að stunda kynlíf á hverjum degi svo lengi sem þú viðheldur þessari tengingu,“ sagði Amy Muise aðalrannsakandi í rannsókninni. Kynlíf snýst því um gæði umfram magn. 

Gæði umfram magn er lykilatriði.
Gæði umfram magn er lykilatriði. mbl.is/Thinkstockphotos

Þegar kemur að þeim einhleypu virðist ekki vera tenging á milli vellíðanar og hversu oft fólk stundar kynlíf. Ástæðan getur verið sú að fólki finnst misauðvelt að stunda kynlíf án þess að vera í sambandi með hinum aðilanum. 

Því er oft haldið fram að karlmenn vilji stunda meira kynlíf en konur en í rannsókninni kom í ljós að það er ekki rétt. Samkvæmt rannsókninni vilja karlar ekki stunda oftar kynlíf og það er ekki heldur sjálfgefið að fólk stundi sjaldnar kynlíf eftir því sem það verður eldra. 

Einu sinni í viku er nóg fyrir þau hamingjusömu.
Einu sinni í viku er nóg fyrir þau hamingjusömu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál