Bestu staðirnir fyrir útikynlíf

Ströndin er vinsæll staður fyrir kynlíf.
Ströndin er vinsæll staður fyrir kynlíf. mbl.is/Thinkstockphoto

Sumarið er komið og þó sólin hafi lítið látið sjá sig er veðrið að minnsta kosti að skána. Sumarið er sá árstími sem er hve ákjósanlegastur til að færa sig úr svefnherberginu og út. Vandasamt getur verið að velja stað en kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox kom með tillögur að nokkrum stöðum í pistli á Daily Mail

Fyrir þá sem eru hræddir við að fólk sjái til tók Cox einnig saman staði utandyra þar sem frekar ólíklegt er að fólk sjái til. Tjald er efst á lista hjá henni. Almenningssalerni kemur einnig til greina en einnig almenningsgarður, þó á kvöldin þegar lítið er um fólk. Bíll á bílastæði er staður sem hægt er að stunda kynlíf á utandyra auk svala á hótelherberginu í fríinu og á stigagangi sem lítill umgangur er um. 

Líklegra er að fólk sjái til á öðrum stöðum sem Cox benti á. 

Á ströndinni

Ef ekki í Nauthólsvík þá kannski á sólarströnd á Spáni. Cox mælir með því að fólk finni sér afvikinn stað á ströndinni og leggur til að maðurinn fari niður á hnén og konan ofan á hann í stað þess að liggja í sandinum. Svo er hægt að nota handklæðið til að skýla sér. 

Kynlíf í vatni er spennandi.
Kynlíf í vatni er spennandi. mbl.is/Thinkstockphoto

Í vatni

Eftir að Bláa lónið fylltist af ferðamönnum er kannski ekki spennandi að stunda kynlíf þar en það er hægt að nýta heita pottinn í sumarbústaðnum í margt annað en að slaka á og drekka bjór. 

Á bílhúddinu

Það hafa margir séð þessa senu í bíómynd en það er hægt að leika hana eftir í góðu veðri á stað sem þar sem lítil umferð er. Ef bílnum er lagt þannig að húddið vísi frá umferðinni eru líka minni líkur á því að fólk sjái. 

Úti í náttúrunni

Farðu í göngutúr og finndu góðan stað til þess að gera göngutúrinn enn skemmtilegri. Cox mælir með því að styðja sig við tré en íslenska landslagið er líka stútfullt af stöðum sem hægt er að fela sig í og styðja sig við, hvort sem það er grasbali eða klettur. 

Í hótelglugganum

Cox tekur það reyndar fram að upp við hótelgluggann geti varla talist utandyra, en tilfinningin er svipuð. Mælir hún með að þetta sé gert á einni af efstu hæðunum á háu hóteli og að byggingarnar í kring séu ekki jafn háar. Þá sjái fólk út en ólíklegt er að einhver horfi inn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál