Meyjan: Þú setur út stóru vængina þína

Elsku Meyjan mín,

janúar er þinn tími og fer svo dásamlega vel af stað þetta ár sem gefur tóninn að uppskeru þessa árs. Þú ert ekki að láta litlu hlutina bíta í þig eins og oft áður, heldur segir við sjálfa þig „ég er ekkert excel þetta má bara vera svona eða pínulítið því fullkomið er ekki endilega það sem ég er að sækjast eftir“. Þetta er tíminn sem þú setur út stóru vængina þína, flýgur hátt og verður ekkert að pirra þig á hvar eða hvernig aðrir fuglar eru að fljúga.

Sköpunargáfa þín eykst með hverjum mánuði, þú sérð á þér nýja þætti og sköpunin á sér engin takmörk. Skoðaðu það í byrjun árs hvert þú vilt að árið ferðist með þig, því lífið er svolítið eins og að panta leigubíl, þú verður að segja bílstjóranum hvert þú ætlar til að komast á leiðarenda. Svo teiknaðu á nokkur (eða mörg) blöð þá upplifun sem þú elskar að komi til þín.

Þú ert undir óskastjörnu í janúar og að sigla inn í Vatnsberaölduna er sko ekki amalegt fyrir þig. Þín blessaða tala fimm er tengd hjá þér og hún segir að þú munt alltaf finna nýja og réttari leið. Hún boðar líka að þú munir finna öðruvísi og aðra upplifun, fara víða og tengjast húmornum og skemmtilegheitunum sem aldrei fyrr. Þetta er ár hreiðurgerðar og upphaf hjá mörgum að stofna nýtt heimili. Það er frjósemisorka yfir þér, hvort sem það telst frjósemi hugans eða að fæða af sér barn, þetta á samt ekki við ykkur allar Meyjurnar mínar.  Jafnvægi þitt eykst og eykst með hverjum mánuði sem líður og sjálfstraustið brosir við þér í sumar. Þú hefur það dálítið fyrir mottó að segja falleg orð við aðra og þannig setningar bergmála endalaust. Það stendur í biblíunnni að í upphafi var orðið og orðið var hjá guði og orðið er guð, svo allt er í orðunum þínum fólgið.

Notaðu orðið ég er á undan lýsingarorðum eins og heppinn um það hvernig þú vilt að þér líði. Orðið Yahu sem er gömul hebreska á orðinu Guð og Guð þýðir ég er. Svo alveg sama hvernig þér líður skaltu breyta orðunum og segja ég er heppin, ég er hamingjusöm og allt sem þú vilt segja skaltu endurtaka því þú hefur hið guðlega afl og getur stjórnað líðan þinni með orðum og hugsunum.

Þér finnst erfitt að taka mikilvæga ákvörðun þegar líða tekur á haustið og allar mikilvægar ákvarðanir eru erfiðar. En um leið og þú finnur hjá þér hvernig þú ætlar að taka þessa ákvörðun og að framfylgja því sem þú vilt og óskar eftir, þá leysist allt. Til þess að hjálpa þér aðeins er ofsalega gott að biðja lífið að leysa ráðgátuna fyrir þig, slaka á og sleppa því þá kemur svarið til þín. Ég bið oft og mörgum sinnum lífið að leysa fyrir mig daginn, um leið og ég vakna og það er alveg órúlegt hvað allt genngur upp þegar maður er ekki alltaf að reyna að stjórna öllu sjálfur.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál