Fann loks þann rétta

Kelly Osbourne hefur ekki verið heppin í ástamálum en virðist nú loksins hafa fundið þann eina rétta.

Sjónvarpsstjörnunni tókst í nokkra mánuði að halda sambandinu við matreiðslumanninn Matthew Mosshart leyndu, en þau hafa nú verið par í eitt ár og er trúlofun að sögn á næsta leiti.

Það var stjörnubloggarinn Perez Hilton sem svipti hulunni af ástarsambandinu í janúar síðastliðnum. Osbourne kynntist Mosshart í brúkaupi vinkonu sinnar, Kate Moss, síðasta sumar. Hann er bróðir Alison Mosshart, söngkonu hljómsveitarinnar The Kills, en meðal annarra liðsmanna sveitarinnar er eiginmaður ofurfyrirsætunnar Jamie Hince.

Haft er eftir heimildamanni tímaritsins Us Weekly að stjörnukokkurinn hafi fært sig um set, sé fluttur frá New York og floginn á vit ævintýranna í Los Angeles þar sem Osbourne er búsett.

„Þeim er full alvara með sambandinu, það er stutt í trúlofun,“ segir heimildamaður blaðsins.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Fatahönnuðurinn Helga Ólafs selur íbúðina

10:00 Helga Ólafsdóttir fatahönnuður er að selja íbúðina sína sem stendur við Strandveg 21 í Garðabæ. Íbúðin er 134,8 fermetrar og ásett verð er 53,9 milljónir króna. Meira »

Barnabarn Grace Kelly komin í sviðsljósið

07:00 Líf Jazminar Grace Grimaldi er ævintýri líkast en hún er barnabarn Grace Kelly og dóttir Alberts II prins af Mónakó. Grimaldi er fædd árið 1992 og var haldið frá öllu sviðsljósi þangað til árið 2006. Hún ólst upp í Bandaríkjunum en er nú í góðu sambandi við föður sinn Albert í Mónakó. Meira »

Próteindrykkir- Þetta ber að varast

Í gær, 22:00 Næringarfræðingurinn og einkaþjálfarinn JJ Virgin er afar hrifin af prótíndrykkjum. Hún segir að þeir henti vel þeim sem að vilji ná skjótum árangri og grennast hratt. Til þess að próteindrykkur hafi alla bestu eiginleika sem völ er á þarf að velja af kostgæfni hvað sett er ofan í hann. Meira »

Heimagert tannhvíttunarkrem

Í gær, 20:00 Flestir vilja hafa perluhvítar og fallegar tennur en margt getur orðið til þess að tennurnar gulna með tímanum. En það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að halda tönnunum hvítum. Hérna kemur uppskrift af hræódýru heimatilbúnu tannhvíttunarkremi. Meira »

Chablis-kjúklingur og 40 hvítlauksrif

Í gær, 18:00 Fjórði þáttur af Lækninum í eldhúsinu frá Ragnari Ingvarssyni er kominn í loftið. Í þessum þætti sýnir hann okkur hvernig má matreiða kjúkling á tvo vegu. Dásamlega girnilegt. Meira »

„Must have“ fyrir útileguna

Í gær, 16:00 Nú þegar verslunarmannahelgin er á næsta leiti tók Smartland Mörtu Maríu saman lista yfir hluti sem gott er að hafa með sér í útileguna. Meira »

Ída Páls fyrirlítur „disco pants“

í gær Ída Pálsdóttir er 22 ára gömul og kemur úr Garðabænum. Hún stundar nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í haust er hún á leið í skiptinám til Lundar í Svíþjóð. Smartland Mörtu Maríu fékk að fræðast um stíl Ídu sem hún lýsir sem streewear meets vintage. Meira »

Elísabet Gunnars og Gunnar Steinn eiga von á barni

Í gær, 13:00 Elísabet Gunnarsdóttir, tískubloggari og eigandi vefsíðunnar Trendnet, og unnusti hennar, handboltakappinn Gunnar Steinn Jónsson, eiga von á barni. Meira »

Gómsætur hindberja- og chiagrautur

í gær Hérna kemur uppskrift að meinhollum og gómsætum morgungraut. Hann tekur lítinn tíma að undirbúa. Svo má leika sér með uppskriftina og bragðbæta hann með hnetum, rúsínum eða jafnvel dökkum súkkulaðispónum fyrir helgarnar. Meira »

Elsti súludansari Bretlands er 61 árs

í fyrradag Kathryn Ladlow hvetur eldri konur til að byrja í súludans en sjálf segist hún vera elsti súludansari Bretlands. Ladlow er 61 árs gömul og fór að iðka íþróttina þegar að hún hætti að starfa sem hjúkrunarfræðingur og fór á eftirlaun. Meira »

Andlát: Brynja Bragadóttir

í fyrradag Brynja Bragadóttir doktor í vinnusálfræði er látin. Brynja varð bráðkvödd á heimili sínu í Fossvogi aðfaranótt 25. júlí.  Meira »

Flottheit á Kaplaskjólsvegi fyrir 69,5 milljónir

í fyrradag Þetta glæsilega 153 fermetra raðhús við Kaplaskjólsveg í Vesturbænum er komið á sölu. Húsið, sem hefur verið endurnýjað að miklu leiti, var hannað að innan af Rut Káradóttur. Meira »

Kærastinn vill ekki sofa í sama rúmi og hún

í fyrradag „Kærastinn minn er 46 ára en hann hefur aldrei verið í sambandi í lengur en þrjú ár en ég var með mínum fyrrverandi í meira en áratug. Við stundum gott kynlíf en um leið og við klárum okkur af vill hann fara í annað rúm, hann segist ekki geta sofnað. Við verjum sjaldan meira en þremur nóttum saman á viku en ég vil meira.“ Meira »

Útlit Tildu Swinton hefur tekið stakkaskiptum

í fyrradag Leikkonan Tilda Swinton er þekkt fyrir að skarta skjannahvítu, stuttu hári. Sömuleiðis leyfir hún mjólkurhvítri húðinni og hvítu augnhárunum að njóta sín. En Swinton er nánast óþekkjanleg í hlutverki sínu í kvikmyndinni Trainwreck því þar er hún með axlasítt, skollitað hár, sólbrúna húð og dökka augnförðun. Meira »

Uppskrift að góðri heilsu

í fyrradag „Hvað er góð heilsa? Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi,“ skrifar næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir í pistil sinn sem birtist á Hringbraut.is. Meira »

Alexander Wang hættir hjá Balenciaga

í fyrradag Hönnuðurinn Alexander Wang mun bráðlega yfirgefa tískuhús Balenciaga eftir að hafa starfað þar sem yfirhönnuður í tæp þrjú ár. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði WWD. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.