Hólmfríður Karls Garðabæ til sóma

Garðarbær afhenti viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir í vikunni.
Garðarbær afhenti viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir í vikunni. Jakob Fannar Sigurðsson

Hólmfríður Karlsdóttir, Ungfrú Heimur 1985 og leikskólakennari til nærri 30 ára, tók við viðurkenningu í vikunni fyrir vel heppnaða íbúðarlóð sína og snyrtilegt umhverfi. Garðabær veitti viðurkenninguna. 

Aðilar í dómnefnd skoðuðu garðinn að Sunnuflöt á síðasta ári. „Þá stóðu framkvæmdir yfir sem lofuðu góðu, því endurtók nefndin heimsókn í garðinn í ár. Endurbæturnar hafa tekist mjög vel á þessum gamla garði í Flatahverfi. Hönnun frá Landslagi ehf. er stílhrein og opnar dvalarsvæðið á baklóð að lækjarsvæðinu og hrauninu. Mjög snyrtilegt,“ segir í umsögn nefndarinnar.

Alls fengu eigendur fjögurra einbýlishúsalóða, eins tvíbýlishúss og íbúar tveggja fjölbýlishúsa viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi. Snyrtilegasta gatan var valin Hjálmakur og þá fékk IKEA viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð. Baldvin Þórarinsson, íbúi við Þórsmörk, fékk sérstaka umhverfisviðurkenningu. Viðurkenningarnar voru afhentar á Garðatorgi á fimmtudag. HÉR má sjá myndir af þeim lóðum sem hlutu viðurkenningar.

HÉR má sjá myndir frá afhendingu viðurkenninga á facebook-síðu Garðarbæjar.

Hólmfríður Karlsdóttir, fyrrverandi Ungfrú alheimur, hefur haldið sig utan sviðsljóssins …
Hólmfríður Karlsdóttir, fyrrverandi Ungfrú alheimur, hefur haldið sig utan sviðsljóssins síðustu árin og hefur starfað sem leikskólakennari frá árinu 1984. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál