Tveggja ára snáði hætti við að gefa Katrínu blóm

Katrín heimsótti góðgerðarsamtökin Family Friends í morgun.
Katrín heimsótti góðgerðarsamtökin Family Friends í morgun. AFP

Katrín hertogaynjan af Cambridge fékk sér kaffibolla með sjálfboðaliðum samtakanna Family Friends í London í morgun. Samtökin sérhæfa sig í að aðstoða bágstaddar fjölskyldur. Tveggja ára snáði átti að færa Katrínu blóm en hann hætti við á síðustu stundu.

Ryan, litli drengurinn sem átti að færa Katrínu blóm, hætti við á síðustu stundum sökum feimni. Hann hafði æft sig alla vikuna en þegar að stóru stundinni kom þá missti hann kjarkinn. Það var móðir Ryan sem rétti Katrínu blómin á endanum. Atvikið vakti mikla lukku enda er Ryan agalega krúttlegur.

Katrín klæddist 13.000 króna óléttukjól frá merkinu Seraphine og 25.000 króna ljósblárri kápu frá sama merki. Katrín spjallaði bæði við sjálfboðaliða samtakanna og fjölskyldur sem hafa nýtt sér aðstoð frá samtökunum.

Tracy Samuels, móðir Ryan, er einstæð og hefur fengið hjálp frá Family Friends samtökunum eftir að sonur hennar fæddist. Hún fékk tækifæri til að eiga orð við Katrínu. „Hún spurði mig hvernig ég hefði komist af eftir að sonur minn fæddist. Ég sagði henni að ég hafi verið mjög þunglynd og jafnvel íhugað sjálfsvíg, en móðir mín kom mér á rétta braut,“ sagði Samuels.

Katrín klæddist kápu og kjól frá Seraphine.
Katrín klæddist kápu og kjól frá Seraphine. AFP
Ljósblátt fer Katrínu vel.
Ljósblátt fer Katrínu vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál