Launahæsti knattspyrnumaðurinn flytur heim

Gylfi Sigurðsson ætlar að flytja heim.
Gylfi Sigurðsson ætlar að flytja heim.

Gylfi Sigurðsson knattspyrnukappi stefnir á að flytja til Íslands þegar ferlinum lýkur úti. Hann segist ætla eyða fyrstu árunum eftir ferilinn í að slappa af, spila golf og ferðast um heiminn. Gylfi er í ítarlegu viðtali í Eftir vinnu blaði Viðskiptablaðsins sem kemur út á morgun

Síðasta sumar samdi Gylfi við Swansea þar sem hann býr ásamt kærustu sinni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Hann býst ekki við því að vera á leið frá Englandi á næstunni nema síðustu árin á ferlinum.

„Þá er ég að horfa til Bandaríkjanna eða Dubai og breyta algjörlega til. En næstu sex sjö árin verð ég bara á Englandi nema eitthvað allt annað myndi gerast,“ segir Gylfi sem segist helst vilja ná einu til tveimur árum með FH sem er hans uppeldisfélag áður en hann leggur skóna á hilluna.

Fjölmiðlar hafa sýnt Gylfa mikinn áhuga í gegnum tíðina en í dag er Gylfi launahæsti knattspyrnumaður Íslands. Hann segir eðlilegt að fjallað sé um þessa hluti en skiptir sér lítið af því. „Ég vil bara æfa og spila og fara svo heim í rólegheit. En eftirspurnin og áhuginn frá fjölmiðlum er orðin meiri en hann var og oft erfitt að sinna öllum fjölmiðlum. Ég geri eins vel og ég get því fjölmiðlar eru mjög stór hluti af þessu.“

Forsíðan á Eftir vinnu.
Forsíðan á Eftir vinnu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál