Frozen hárbókin fær verðlaun hjá Disney

Svala Þormóðsdóttir, ritstjóri hjá Edda Nordic, Tinne Proppé útgáfu- og …
Svala Þormóðsdóttir, ritstjóri hjá Edda Nordic, Tinne Proppé útgáfu- og framleiðslustjóri hjá Edda USA, Jón Axel Ólafsson, útgefandi og eigandi Eddu ásamt Andrew Sugerman, Executive VP Disney Publishing Worldwide.

Jón Axel Ólafsson tók við verðlaunum hjá Disney í gærkvöldi fyrir Frozen hárbókina sem Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack gerði en Edda útgáfa framleiddi. Allir helsu yfirmenn Disney voru viðstaddir þegar verðlaunin voru afhent en bókin fékk verðlaun fyrir frumleika og umgjörð „Most Innovated Product of the Year“. Það er Disney fyrirtækið sjálft sem tilnefndi bókina og veitti verðlaunin í Bologna á Ítalíu að viðstöddum öllum helstu útgefendum Ameríku og Evrópu og forstjórum frá Disney í Los Angeles. Tilkynnt var um þetta síðdegis í gær.

„Þetta er ótrúlega mikill heiður en Disney tilnefnir fyrirtæki og útgefendur á hverju ári fyrir vöru sem seld er undir Disney merkinu og að þeir telji okkur vera fremst í þeim flokki var bæði óvænt og skemmtilegt,“ segir Jón Axel Ólafsson, útgefandi og eigandi Eddu.

„Frozen hárbókin hefur sannarlega slegið í gegn og samstarf Eddu við Disney hefur gengið betur en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona. Við fengum Marketing Excellence verðlaunin frá þeim árið 2009 og nú bætast þessi verðlaun við. Í fyrra voru gefnar út yfir 600 bækur undir merkjum Frozen og Disney og þetta var eina bókin sem fékk verðlaun á heimsvísu. Við getum verið stolt af því.“

Frozen hárbókin hefur nú verið gefin út í amk 8 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Kanada og á Norðurlöndunum, en í bókinni er kennt hvernig hægt er að gera þær hárgreiðslur sem koma við sögu í þessari vinsælustu teiknimynd allra tíma á auðveldan og skemmtilegan máta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál