Endurskoðaði líf sitt eftir stjórnlausa áfengisneyslu

Séra Davíð Þór Jónsson.
Séra Davíð Þór Jónsson.

Séra Davíð Þór Jónsson prýðir forsíðu MAN sem kemur í verslanir á morgun. Í viðtalinu segir presturinn, grínistinn, þýðandinn, skáldið og nú héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi hispurslaust frá skoðunum sínum á rekstri kirkjunnar hér á landi. Davíð Þór fékk köllun til að verða prestur fyrir um áratug síðan þegar hann þurfti að endurskoða líf sitt eftir langvarandi stjórnlausa neyslu áfengis. Hann segist ekki hafa mikla trú á trúarbrögðum þó hann hafi aldrei efast um tilvist guðs. Davíð segir þarft að kollvarpa kirkjuskipan nútímans gjörsamlega.

„Það þarf að losa kirkjuna úr klóm prestastéttarinnar og afhenda hana fólkinu,“ og bætir við að prestar eigi ekki að ráða neinu nema kenningunni.

„Prestar eru stjórnsýslulega vanhæfir til að hafa nokkuð um það að segja með hvaða hætti prestar eru ráðnir.“ Hann segir einnig að taka þurfi hlunnindamálin til endurskoðunar: „Sumir prestar fá hugsanlega meiri tekjur af hlunnindum en fyrir prestsstarfið, bara fyrir það eitt að vera með heimilisfangið sitt á ákveðnum stað.“

Tímaritið MAN komst í fréttir í síðustu viku eftir að ritstjórinn, Björk Eiðsdóttir, henti viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem átti að birtast á forsíðunni. Viðtalið fór í ruslið eftir að hún sagði nákvæmlega það sama í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag.

Viðtali við Hönnu Birnu hent

Hanna Birna Kristjándóttir.
Hanna Birna Kristjándóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál