Yfirmaður kokksins sem sleikti skeiðina miður sín

Heba Finnsdóttir eigandi Striksins á Akureyri.
Heba Finnsdóttir eigandi Striksins á Akureyri.

„Við vonum að verkfallið leysist sem fyrst þar sem það segir sig sjálft að ekki er endalaust hægt að keyra á örfáum starfsmönnum, hvorki á okkar veitingastað né á öðrum vinnustöðum landsins. Þetta ástand býður upp á mistök sem þessi,“ segir Heba Finnsdóttir eigandi veitingastaðarins Striksins á Akureyri um atvikið í kvöldfréttartíma RÚV þar sem yfirkokkur staðarins, Garðar Kári Garðarsson,  sást stinga skeið sem hann var nýbúinn að sleikja í sósu.  Garðar var í viðtali um áhrif verkfalls ófaglærðs starfsfólk á veitingabransann í fréttatíma RÚV og átti atvikið sér stað strax að viðtalinu loknu á meðan útsending var enn í gangi.

„Við erum miður okkar yfir þessum vinnubrögðum sem skrifast alfarið á of mikið álag og undirmönnun vegna verkfallsins. Garðar var þarna að afgreiða 120 manns ásamt einum aðstoðarmanni, auk þess að vera í beinni útsendingu á RÚV. Hann var því undir miklu álagi enda 80% starfsmanna okkar í verkfalli.  Sem betur fer þá tók myndatökumaður RÚV strax eftir þessu svo diskarnir fóru ekki fram til gesta. Það sést hinsvegar ekki í fréttinni á RÚV þar sem útsendingu var lokið.“

Heba segir að þó hurð hafi skollið nærri hælum þarna, þá verði verkfallið að leysast sem fyrst því undirmönnun og álag bjóði upp á mistök sem þessi.

„Við hörmum þetta atvik. Við höfum rætt málið hér innanhúss og munum sjá til þess að þetta muni ekki endurtaka sig.  Þetta eru ekki vinnubrögð sem Garðar Kári viðhefur að öllu jöfnu, enda þaulreyndur matreiðslumaður og í kokkalandsliðinu. Þetta atvik er alls ekki léttvægt, en ég vil þó ítreka að það eru mun alvarlegri mál í gangi í þjóðfélaginu en diskar sem aldrei fóru fram til gesta. Aðalmálið er að verkfallið leysist sem fyrst svo svona mistök endurtaki sig ekki hjá okkur eða á öðrum undirmönnuðum vinnustöðum.“ 

Heba Finnsdóttir.
Heba Finnsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál