23 ára tvífari Georgs Bretaprins

Hinn 23 ára gamli Max Knoblauch frá New York ákvað …
Hinn 23 ára gamli Max Knoblauch frá New York ákvað að klæða sig eins og Georg Bretaprins í heila viku. Skjáskot af vef Mashable

Það liggur enginn vafi á því að Georg Bretaprins er trendsetter í barnafatatískunni. Þær vörur sem prinsinn sést klæðast rjúka út úr búðunum og seljast upp. Nú virðist þó sem klæðnaður hans sé byrjaður að hafa áhrif á fullorðna karlmenn.

Hinn 23 ára gamli Max Knoblauch frá New York ákvað að klæða sig eins og Georg Bretaprins í heila viku sem félagsfræðitilraun fyrir Mashable. Þrátt fyrir að vera tuttugu og einu ári eldri en Georg ákvað Knoblauch að taka áskoruninni.

Skjáskot af vef Mashable

Á heimasíðu Mashable skrifaði Knoblauch: „Georg Bretaprins er tveggja ára gamall og þriðji í röðinni til að erfa bresku krúnuna. Ég aftur á móti er tuttugu og þriggja ára gamall og bý í þriggja herbergja íbúð með tveimur gluggum í Brooklyn. Það er alveg augljóst að líf Georgs er betra en mitt. Þess vegna stökk ég á tilboðið þegar mér bauðst að feta í fótspor hans.“

Knoblauch varð sér úti um klæðnað sem líktist sem mest þeim dressum sem Georg hefur sést í. Hann byrjaði svo venjulega vinnuvika á mánudegi en var klæddur sem hinn tveggja ára gamli Georg Bretaprins.

Að viku lokinni komst Knoblauch að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki lært neitt nýtt á því að klæða sig eins og hinn konungborni Georg í viku. „Ég lærði að það hefur enga þýðingu að vera konungborinn árið 2015,“ sagði Knoblauch.

Skjáskot af vef Mashable
Skjáskot af vef Mashable
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál