Málaði Ólaf og Dorrit með brjóstunum

Axel Diego og Unnur María mála myndir með kynfærum sínum.
Axel Diego og Unnur María mála myndir með kynfærum sínum.

„Listaverkauppboðið var hannað fyrir fullorðinssirkusinn Skinnsemi fyrir þremur árum og er að vissu leyti vísun í hina óborganlegu físísku pensla Eddu Björgvinsdóttir í áramótaskaupinu 1984. Við frumsýndum þetta atriði jólin 2012 og það varð svo vinsælt að við tökum það reglulega upp. Fólk hefur gaman af þessu. Formið er þannig að áhorfendur fá að velja þemað sem er málað hverju sinni svo að atriðið er í raun og veru glænýtt í hvert sinn og eiginlega töluverð listræn áskorun,“ segir Unnur María Bergsveinsdóttir sirkuslistakona og sagnfræðingur. Unnur María hóf sirkusferilinn í Mexíkó en er búin að starfa með Sirkus Íslands síðan 2012.

Sirkus Íslands setti Skinnsemi upp á Blönduósi á Húnavöku í sumar og þegar kom að listaverkauppboðinu báðu áhorfendur um að myndefnið væri Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaeiff að eiga sjóðheita stund á Bessastöðum. Unnur María málaði forsetahjónin með brjóstunum.  

„Ég mála með brjóstunum og félagi minn málar með limnum. Við setjum atriðið upp sem keppni á milli kynjanna og sigurinn er metinn með uppboði. Sú mynd sem selst á hærra verði vinnur. Að einhverju leyti er atriðið nett skot á listaheiminn og kynjaklisjur en aðallega erum við að leika okkur að fáránleikanum,“ segir hún.

Svona lítur myndin af Ólafi og Dorrit út.
Svona lítur myndin af Ólafi og Dorrit út.


Aðspurð að því hvort þetta sé ekki erfitt, þar að segja að mála myndir með brjóstunum, segir hún að þetta sé ákveðin tækni. 

„Maður dýfir brjóstunum í litina og beitir sér eftir því hvort ég sé að til dæmis að þekja bakgrunn eða mála smáatriði. Ég er ýmist að mála með öllu brjóstinu eða með bara hluta af því. Þetta er kúnst en eftir þrjú ár er maður orðinn sjóaður í þessu og búin að læra á penslana og litablöndunina. 

Uppástungurnar úr sal eru oft skrautlegar og ég hef málað allt frá ávaxtakörfum og landslagi yfir í sexý hamstra, einhyrninga að æla regnboga og tregafullt sólarlag. Portrett af frægum eru líka alltaf vinsælt efni. Við höfum keppst um að mála Megas, Rúnar Júl, Gylfa Ægisson, Sigga Hlö, Margréti Erlu Maack og Elliða, hinn listelskandi bæjarstjóra Vestmannaeyja svo nokkur dæmi séu nefnd. Málverk af þeim síðastnefnda prýðir einmitt bæjarskrifstofuna í Vestmannaeyjum.“

Myndin af Ólafi og Dorrit er mjög rómantísk að sögn Unnar Maríu. Forsetahjónin láta vel hvort að öðru á rauðum sessalón með háu baki á myndinni enda er ekkert forsetalegra en rautt flauel.

„Það var slegist um myndina en þetta var þó ekki söluhæsta myndin okkar. Söluhæstu myndina okkar málaði ég á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði þar sem Effel-turninum var komið fyrir í plássinu. Frakkland hefur verið salnum ofarlega í huga það kvöld. Sú mynd fór á 60.000 kr. en Ólafur og Dorrit fóru á 32.000,“ segir Unnur María.

Hér er Unnur María að gera sig klára.
Hér er Unnur María að gera sig klára.

Hún segir jafnframt að Fáskrúðfirðingar hafi hinsvegar ekki allir áttað sig á því að um alvöru lífsins væri að ræða því einn var búinn að bjóða 80.000 kr. í myndina af Effel-turninum en hætti svo við þegar kom að því að borga. Það þurfti því að bjóða myndina upp aftur og fór hún þá eins og fyrr segir á 60.000 kr. 

Það er fullt starf að vera í sirkus en á milli sýninga kennir Unnur María í Æskusirkusnum, sirkusskóla Sirkus Íslands. Auk þess er hún að skrifa bók um Pönksögu Íslands. Áætlað er að bókin komi út næsta vor hjá Skruddu. Þegar hún er spurð nánar út í sirkusskólann segir hún að það sé vaxandi áhugi á sirkuslistum hérlendis. 

„Eftir tíu ár verður til fullt af flottu sirkusfólki á Íslandi. Við erum með lítinn en afar efnilegan hóp af börnum og unglingum sem hafa virkilega smitast af sirkusbakteríunni.“

Það er ákveðin listgrein að mála með brjóstunum.
Það er ákveðin listgrein að mála með brjóstunum.

Samstarfsmaður Unnar Maríu, Axel Diego, hefur einnig vakið mikla athygli á sýningum Skinnsemi, en eins og fyrr segir málar hann myndir með limnum. Unnur María segir að hann sé að gera það gott fyrir utan sirkustjaldið sem limlistamaðurinn Perró og segir að það sé mjög vinsælt að fá hann sem atriði í gæsapartí og afmæli.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál