Birgitta og Benedikt eignuðust stúlku

Birgitta Haukdal eignaðist stúlku á laugardaginn.
Birgitta Haukdal eignaðist stúlku á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngkonan og rithöfundurinn Birgitta Haukdal og eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson lögmaður, eignuðust stúlku laugardaginn 10. okóber.  Móður og barni heilsast vel.

Birgitta sagði í viðtali við MAN í vor að hún hefði haft mikið fyrir því að verða ólétt og hafi upplifað mikla vanlíðan þegar það gekk ekki sem skyldi.

„Þegar ég varð ekki barns­haf­andi eft­ir fyrstu meðferðina fékk ég sjokk og upp­lifði að þá til­finn­ingu að kannski yrði ég aldrei mamma, að kannski yrði ég aldrei ein af þeim,“seg­ir Birgitta í viðtal­inu.

Eft­ir komu frumb­urðar­ins fóru þau mark­visst að reyna að eign­ast annað barn. Eft­ir marg­ar tækn­isæðing­ar reyndu þau loks gla­sa­frjóvg­un sem tókst en Birgitta missti fóstrið eft­ir tveggja mánaða meðgöngu.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve sárt það er að missa fóst­ur og ég dá­ist að kon­um sem halda áfram að reyna að eign­ast börn þrátt fyr­ir ít­rekaðan fóst­ur­missi.“

Þau ákváðu að reyna strax aft­ur og seinni gla­sa­frjóvg­un­in gekk bet­ur og eiga þau von á sínu öðru barni í októ­ber eins og fyrr seg­ir. Birgitta seg­ir ein­læg­lega frá reynsl­unni sem tók virki­lega á og þau sögðu ekki frá um tíma.

„Ef það hjálp­ar ein­hverj­um að heyra af minni reynslu er það al­gjör­lega þess virði að láta þetta þarna út.“

Í viðtal­inu ræðir Birgitta einnig sjálfs­víg bróður síns, árin í Barcelona þar sem hún sagði nýj­um vin­um sín­um ekki  við hvað hún starfaði, árin með Íra­fár og barna­bæk­urn­ar sem hún skrifaði og koma út á næst­unni.

Þurfti að hafa mikið fyrir því að verða ólétt

Birgitta Haukdal er einlæg í forsíðuviðali við MAN.
Birgitta Haukdal er einlæg í forsíðuviðali við MAN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál