Steinar Bragi er leynihöfundurinn

Steinar Bragi.
Steinar Bragi. mbl.is/Kristinn

Það varð allt bókstaflega vitlaust í vikunni þegar íslensk blaðakona var blekkt þegar hún tók viðtal við meinta Evu Magnúsdóttur. Fyrrnefnd Eva átti að hafa skrifað bókina Lausnina sem kom út hjá Forlaginu á dögunum.

Friðrika Benónýsdóttir blaðamaður á Fréttatímanum tók viðtalið við Evu og fór viðtalið fram í gegnum tölvupóst þar sem fyrrnefnd Eva sagðist vera á ferðalagi um heiminn og því ekki í símasambandi og í afar stopulu netsambandi. Þeim tókst þó að ná saman og birtist viðtalið í Fréttatímanum á föstudaginn var.

Smartland Mörtu Maríu fór á stúfana og eftir töluverðar takteringar kom á daginn að hinn frægi rithöfundur Steinar Bragi er í raun Eva Magnúsdóttir. Það voru nokkur merki sem komu Smartlandi Mörtu Maríu á sporið. Eitt af þeim var að textinn í Lausninni er keimlíkur textanum í Konum eftir Steinar Braga sem kom út 2008.

Steinar Bragi hefur skrifað margar bækur en í fyrra kom út bókin Kata sem fékk fantafína dóma.

Steinar Bragi byrjaði feril sinn sem ljóðskáld en hans fyrsta bók kom út 1998. Hún heitir Svarthol og er þokkalega grimmt æskuverk. Ljóðabækurnar eru Augnkúluvökvi sem kom út 1999 og Ljúgðu Gosi, ljúgðu sem kom út 2001. Smáprósaverkin heita Útgönguleiðir, sem kom út 2005 og Litli kall strikes again sem kom út 2006.

Árið 2000 kom út hans fyrsta skáldsaga, Turninn, sem fjallar um tvö börn sem búa í turni úti í miðri eyðimörk.

Svo komu  Áhyggjudúkkur árið 2002 og Sólskinsfólkið árið 2004. Seinni bókin festi hann í sessi sem einn mikilvægasta rithöfund sinnar kynslóðar.

Í Hinu stórfenglega leyndarmáli Heimsins, sem kom út árið 2006, eikur Steinar sér að því að skrifa leynilögreglusögu í gamaldags stíl og býr til spæjarann Stein Steinarr – sem væntanlega dregur nafn sitt bæði af höfundinum og þjóðþekkta skáldinu með því nafni. En þrátt fyrir skopið er römm alvara undir niðri, því stóra skipið þar sem voðaverkin eru unnin, heitir Heimurinn.

Skáldsagan Konur kom út 2008 og hlaut mikið lof gagnrýnanda og Himinninn yfir Þingvöllum kom út árið 2009. 

Hálendið kom út 2011 en hún segir frá tveim pörum úr Reykjavík sem lenda í alvarlegum erfiðleikum í skemmtiferð að hausti norðan Vatnajökuls.

Steinar Bragi varð fertugur í ágúst en hann er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og svo stundaði hann nám í almennri bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands en hann lauk ekki prófi. Hann hefur flakkað víða um heiminn, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, og lagt sig eftir sérstæðri reynslu. Sumarið 2009 dvaldi hann í Ekvador og Kólumbíu.

Ætli hann hafi gefið sér það í fertugsafmælisgjöf að skrifa eins og kona?

Ein reyndasta blaðakona landsins blekkt

Steinar Bragi.
Steinar Bragi. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál