Linda Pé: Það birtir alltaf aftur upp

Linda Pétursdóttir tók þessa sjálfsmynd á Miss World síðasta laugardag.
Linda Pétursdóttir tók þessa sjálfsmynd á Miss World síðasta laugardag.

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning gekk í gegnum mikinn öldugang á árinu sem er að líða þegar Baðhúsið varð gjaldþrota. Linda tók til í lífi sínu, setti heilsuna í forgrunn og ákvað að halda áfram þrátt fyrir áföll. Hún segir að fólk verði að muna að það birtir alltaf upp aftur.

„Langar að hvetja þá sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma; 
Munið kæra fólk að þeir vara ekki að eilífu og það birtir alltaf aftur upp - og oft jafnvel fyrr en við höldum.

Það sem skiptir mestu máli er að hugsa vel um sig, sinna andlegri og líkamlegri heilsu, og að gefast aldrei upp. Ég tala af reynslu,“ segir hún á Facebook-síðu sinni.

Hún birtir mynd af sér með sem hún tók í auglýsingapásu í beinni útsendingu Miss World í Kína síðasta laugardag. Þar var Linda í dómarasætinu.

Linda Pétursdóttir í London með ungfrú Ísrael.
Linda Pétursdóttir í London með ungfrú Ísrael. BAR / Börkur Arnarson
Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér …
Linda Pétursdóttir kosin ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppni Íslands 1988 hér ásamt foreldrum sínum Pétri Olgeirssyni og Ástu Danýju Hólmgeirsdóttur sem sitja við hlið hennar, en fyrir aftan stendur vinur hennar Eyþór Guðjónsson og Sævar bróðir hennar. mbl.is/Þorkell Þorkelsson
Linda Pétursdóttir valin Ungfrú Heimur 1988. UMSLAG: Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir valin Ungfrú Heimur 1988. UMSLAG: Linda Pétursdóttir BAR / Börkur Arnarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál