Michelle Obama í karókí með Corden

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna.
Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna. AFP

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, skellti sér á dögunum í bíltúr um lóð Hvíta hússins með breska spjallþáttastjórnandanum James Corden. Í bíltúrnum tóku frú Obama og Corden lagið en auk þess ræddi forsetafrúin um „Let Girls Learn“ verkefnið sem stuðlar að aukinni menntun stúlkna alls staðar í heiminum. Þá mætti rapparinn Missy Elliot líka á rúntinn og tók meðal annars lagið „Get Ur Freak On“ með þeim Obama og Corden.

„Við erum að fara í mjög mikilvæg ferð til Líberíu, Marokkó og Spánar. Akkúrat núna ganga 62 milljónir stúlkna alls staðar í heiminum ekki í skóla og eru ástæður þess afar misjafnar. Það myndi breyta svo miklu í heiminum ef þessar stúlkur fengju menntun og völd yfir sínu eigin lífi,“ segir Obama í myndbandinu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, og eiginkona hans Ingibjörg Elsa …
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, og eiginkona hans Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir ásamt þeim Michelle og Barack Obama. AFP

Þá uppljóstraði forsetafrúin því að þetta væri í annað skipti í rúm sjö ár sem hún sæti í framsæti á bíl að hlusta á tónlist. Hitt skiptið var fyrir nokkrum mánuðum þegar dóttir hennar var að taka ökuprófið.

Spurð um hvers hún ætti eftir að sakna mest við Hvíta húsið sagði Obama að hún ætti eftir að sakna starfsfólksins mest. „Þetta er fólkið sem maður hittir á hverjum degi, þau hjálpa manni, elska mann og það verður erfitt að kveðja þau.“

Frétt The Guardian 

Myndbandið í heild má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál