Íslensk kona giftist tómatsósuerfingja

André Heinz er menntaður í umhverfisfræðum, en hann er útskrifaður …
André Heinz er menntaður í umhverfisfræðum, en hann er útskrifaður úr Yale háskólanum. Ljósmynd / skjáskot Gazette

Síðustu helgi gekk hin íslenska María Marteinsdóttir að eiga unnusta sinn og tómatsósuerfingjann, André Heinz.

Athöfnin, sem var hin glæsilegasta, fór fram á herragarði í Sörmland, suður af Stokkhólmi og voru gestirnir bæði ákaflega margir og á tíðum sérlega frægir.

Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, meðal gesta en hann er fósturfaðir brúðgumans. Óskarsverðlaunaleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster var einnig á meðal gesta, en stórleikkonan Julia Roberts er auk þess sögð hafa verið á gestalistanum.

Brúðkaupið vakti mikla athygli í sænskum fjölmiðlum, og þótti mörgum mikið til koma að skötuhjúin skyldu láta pússa sig saman í Svíþjóð.

Líkt og fram kemur í frétt VG Nyheter er það þó ekki svo galið, enda hefur Heinz verið búsettur í Svíþjóð í hartnær 20 ár þangað sem hann flutti að námi loknu. Þá starfar María við Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi.

Myndir úr brúðkaupinu má sjá á vefsíðu Aftonbladet.

Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster var á meðal gesta.
Óskarsverðlaunahafinn Jodie Foster var á meðal gesta. Ljósmynd / skjáskot Aftonbladet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál