Hvers vegna verður Katrín ekki brúðarmær?

Vilhjálmur og Katrín gengu í hjónaband árið 2011.
Vilhjálmur og Katrín gengu í hjónaband árið 2011. AFP

Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, trúlofaðist á dögunum kærasta sínum James Matthews.

Fregnir herma að Katrín systir hennar hafi enn ekki fengið hlutverk í yfirvofandi brúðkaupi, en eins og alþjóð líklegast man var Pippa brúðarmær í brúðkaupi systur sinnar. Þá þótti hún, eða afturendi hennar öllu heldur, stela senunni.

Katrín er ekki sögð vilja hefna sín, en fregnir herma að hún muni ekki vera brúðarmær í brúðkaupi yngri systur sinnar.

„Katrín myndi stela senunni af systur sinni. Þetta er vandasamt fyrir Pippu. Hún myndi vilja systur sína sér við hlið. En þegar systirin er tilvonandi Englandsdrottning mun hún draga að sér athygli og stela senunni af brúðinni. Katrín mun líklega halda sig til hlés,“ sagði Judy Wade í samtali við People, en hún er sérfróð um konunglega siði.

Þá er ekki útilokað að Katrín muni sinna smærra hlutverki, líkt og að sjá um ritningalestur í athöfninni.

Frétt mbl.is: Trúlofunarhringurinn kostaði 32 milljónir

Pippa vakti mikla athygli þegar hún var brúðarmær í hinu …
Pippa vakti mikla athygli þegar hún var brúðarmær í hinu konunglega brúðkaupi. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál