Matartrendin 2017 verða þessi

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir.

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi dvaldi í Los Angeles á dögunum þar sem hún lærði matargerð. Það er þó alls ekki eins og hún hafi ekki kunnað að elda því hún gaf út uppskriftarbókina, Lifðu til fulls, á dögunum og svo heldur hún úti heimasíðunni www.lifdutilfulls.is , en þar deilir hún uppskriftum og hinum ýmis heilsuráðum.

„Það er mér alveg ljóst að ástríða mín liggur í matargerð. Að matreiða og stússast í eldhúsinu gefur mér bæði gleði og hugarró. Ég skoðaði hina ýmsu matreiðsluskóla með plöntu-og hráfæði í huga og ákvað síðan á endanum að elta drauminn til Los Angeles og taka ástríðuna fyrir matargerð skrefinu lengra,“ segir Júlía sem dvaldi á Venice Beach á meðan á dvölinni stóð. 

„Skólinn var staðsettur á mjögtrendy stað íVeniceBeach, Kaliforníu og ég dvaldi þar rétt hjá. Ég var ekki nema 5 mínútur að rölta í skólann, 10 mín á ströndina og rúma mínútu að rölta yfir áAbbot Kinney, en þar má finna helstuvegan- og hráfæðisveitingastaðina, djús ogsmoothie bari sem og margar sætarboutique verslanir sem selja peysur á hálfan handlegg.  Það vantaði heldur ekki uppá úrval á líkamsræktarstöðvum en ein frægasta líkamsræktarstöð í heimi,GoldsGym, var rétt hjá, en þar æfirArnoldSchwarzenegger!Venice heimafólk kallarræktinta „bro´sgym“ eða gaura rækt og ráðlögðu mér frekar að velja aðra stöð að æfa. Ég kíkti þó aðeins inn af forvitni og stóð staðurinn sannarlega undir viðurnefninu,“ segir hún. 

Fyrir valinu varð hráfæðiskokkanám hjá Matthew Kenney og þar lauk hún fyrsta stigi en alls er boðið upp á fjögur stig sem byggjast á hvort öðru. Hún segir að í þessu námi sé farið mjög djúpt í hráfæðiseldamennskuna. 

„Ég held alveg pottþétt að ég fari aftur en verð að játa það að ég mun draga karlinn með mér næst. Hann elskar Kaliforníu og hans var sárt saknað þar sem hann komst ekki með í þetta sinn.“

Hvað fannst þér þú helst læra af þessu námi?

„Við lærðum allt um notkun hnífa, bragð- og uppskrifta þróun og margt margt fleira. Mér finnst ég öruggari með að byggja mínar eigin hráfæðisuppskriftir frá grunni og ég finn ótrúlegan mun á mér í eldhúsinu eftir þennan tíma. Annað sem stóð helst upp úr var framsetningin eða „plating“ sem við gerðum daglega með nánast hverja einustu uppskrift, enda skiptir framsetningin mjög miklu máli.“

Er eitthvað að trenda í Kaliforníu sem ekki tíðkast hérlendis í matargerð?

„Það var mikið af djús og smoothie stöðum með allskyns blöndum af næringarríkum ofurfæðum, jurtum og öðru sem mætir meltingarflóruna. Moon juice, Lifehouse tonic, Kreation og Pressed Juicery eru dæmi um nokkra staði sem ég sá víða og hjá mörgum þeirra hægt að fá smoothie í ís-formi sem var vel við hæfi í Kaliforníusólinni. Síðan sá ég að vegan er mikið trend úti. Það voru margir veitingastaðir sem voru eingöngu með hreinni vegan fæðu og notuðu ekkert soja, unninn sykur eða hvítt hveiti. Bæði mátti finna afslappaða sem og fínni „modern vegan dining“.“

Þegar Júlía er spurð að því hvort henni finnist mataræði fólks eitthvað vera að breytast segir hún svo vera. 

„Í fyrra sáum við mikið talað umveganisma og ég held að við séum því orðin meðvitaðri um meðferð dýra sem og kosti þess að borða meira af grænmeti fyrir heilsuna og vellíðan. Fólk er að uppgötva alla staðgenglana fyrir mjólk, jógúrt, ís og kjöt sem hefur tíðkast í mataræði okkar gegnum árin. Það er hið besta mál og kostunum fer bara fjölgandi! Ég vona að fleiri og fleiri fari líka að sjá allar þær dýrindis leiðir til að njóta þess að borða plöntumiðaða og hreina fæðu. Einnig vona ég að það mataræði verði enn aðgengilegra,“ segir hún. 

Aðspurð hvað hún haldi að verða mesta trendið í mataræði 2017 segir hún að það eigi pottþétt eftir að verða boðið upp á meira af girnilegum vegan réttum á veitingastöðum. 

„Ég hugsa að við munum sjá meira af girnilegum vegan réttum á veitingastöðum. Smoothie- og safamenning gæti aukist, ekki endilega sem kúr heldur sem leið að bæta næringu og aðra ofurfæðu í daglega mataræðið, það er svo auðvelt að bæta slíkum hráefnum í drykki. Ég veit ekki hversu lengi við verðum að fá það til landsins en ég vona að það verði fyrr en síðar.“

Hvernig hljómar hin fullkomna máltíð í þínum huga?

„Ég verð að halda fjölbreytileika í lífinu og matargerð svo fullkomna máltíðin getur verið breytileg eftir dögum. Mexíkóréttir hitta alltaf beint í æð hjá mer og holl súkkulaðikaka með tveimur kúlum af kókosís,“ segir hún. 

Þegar hún er spurð að því fyrir hvern henni finnist skemmtilegast að elda segir hún að fátt jafnist á við að elda fyrir þá sem eru á byrjunarreit þegar kemur að grænmetisfæði.  

„Mér þykir ofboðslega skemmtilegt að elda fyrir þeim sem eru að byrja breyttan lífsstíl, ég elska að sjá spennuna í augum á öðrum þegar þau uppgötva nýja fæðutegundir og matarkosti sem eru dásamlega hollir og fylgjast með svipnum á þeim þegar bragðið kemur þeim að óvörum. Það jafnast ekkert á við að sannfæra einhvern um að hollt sé í alvöru bragðgott og eitthvað sem þau gæti raunverulega gert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál