Kolla snýr aftur í útvarpið

Kolbrún Björnsdóttir, Felix Bergsson og Gunnar Hansson.
Kolbrún Björnsdóttir, Felix Bergsson og Gunnar Hansson.

Fjölmiðlakonan Kolbrún Björnsdóttir, eða Kolla eins og hún er kölluð, er snúin aftur eftir tveggja og hálfs árs pásu en á morgun byrjar hún með nýjan útvarpsþátt ásamt Gunnari Hanssyni leikara. Þátturinn tekur við af Bergson og Blöndal og heitir Laugardagsmorgnar. 

„Það verða engar stórkostlegar breytingar gerðar þótt áferðin breytist auðvitað alltaf með nýju fólki. Við ætlum að fjalla um hvers kyns dægurmál, tala við alls konar fólk og fá góð ráð frá fagaðilum sem vonandi nýtast hlustendum vel. Það verða engin læti, ætlunin er að minnsta kosti að vera á ljúfu og þægilegu nótunum.“

Hvernig tilfinning er það að vera komin aftur í útvarpið? „Ég hlakka eiginlega enn meira til en ég átti von á. Það er svo skrítið en þegar ég sest fyrir framan hljóðnema líður mér alltaf eins og ég sé komin heim. Það er eitthvað notalega göldrótt við útvarpið,“ segir Kolbrún en hún starfaði fyrir töluvert löngu síðan á fréttastofu RÚV eða þangað til hún færði sig yfir í Síðdegisútvarpið en þaðan lá leiðin á Bylgjuna þar sem hún starfaði í mörg ár. 

„Þannig að ég kannast við mig í húsinu og kannast einnig við mörg andlitanna. Sem er ósköp notalegt,“ segir hún. 

Gunnar Hansson leikari stýrir þættinum með Kolbrúnu og þegar ég spyr hana hvort þau þekkist þá kemur í ljós að þau voru saman í menntaskóla. 

„Þekkjumst og ekki þekkjumst. Við vorum bæði í Verzló á sínum tíma, eins og reyndar Felix. Og heilsumst í bíó og sundi en tölum mun meira saman núna en áður,“ segir hún.

Hvað mun koma á óvart? „Það verður að koma á óvart!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál