Bjössi og Dísa styrktu Landsbjörg

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir.
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class gáfu Landsbjörg 700 gjafakort í baðstofuna í World Class í Laugum. Í baðstofunni er hægt að hafa það reglulega notalegt, fara í ótal gufuböð og kaldan pott svo eitthvað sé nefnt. Baðstofan í Laugum er einn vinsælasti spa staður landsins og því ætti að vera slegist um gjafakortin. 

„Í dag fórum við með 700 gjafabréf og afhentum Slysavarnafélaginu Landsbjörg ❤️Við skorum á önnur fyrirtæki að styðja við björgunarsveitirnar á hvaða hátt sem er - og alla sem hafa tök á að gerast bakverðir Landsbjargar https://www.landsbjorg.is/felagid/bakvordur,“ segir á Facebook-síðu World Class. 

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meðlimir Landsbjargar staðið í ströngu síðustu vikuna við leit að Birnu Brjánsdóttur. Fólk er því hvatt til að leggja Landsbjörg lið svo þeirra góða starf geti haldið áfram. 

World Class færði Landsbjörgu 700 gjafakort í baðstofuna í Laugum.
World Class færði Landsbjörgu 700 gjafakort í baðstofuna í Laugum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál