Sylvía Rut nýr ritstjóri Nýs lífs

Sylvía Rut Sigfúsdóttir er nýr ritstjóri Nýs Lífs.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir er nýr ritstjóri Nýs Lífs.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri tískublaðsins Nýtt líf. Nýtt líf var stofnað 1978 og verður fertugt á næsta ári. Sylvía mun einni sjá um önnur verkefni hjá tímaritaútgáfunni.

Hún var ráðin inn á Pressan.is í júní 2013 en var síðar gerð að ritstjóra Bleiks 2014. Hún tekur við starfinu af Ernu Hreinsdóttur sem hætti fyrir skömmu og stofnaði partíbúðina Pippu. 

„Ég er mjög spennt að takast á við þetta krefjandi verkefni. Nýtt líf er tímarit sem á sér langa og áhugaverða sögu en fyrsta tölublaðið kom út árið 1978. Það verður skemmtilegt að halda áfram að þróa þetta tímarit og kynna fyrir lesendum spennandi nýjungar,“ segir Sylvía Rut.

Sylvía Rut er með meistaragráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og er einnig lærður förðunarfræðingur. Hún býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum Snorra Sigurðssyni verkfræðingi og tveimur sonum.

„Það er gríðarlega mikið af hæfileikaríku fólki sem starfar í kringum tímarit Birtíngs og hlakka ég mikið til samstarfsins með þeim.  Það eru miklir möguleikar í þessum fjölbreyttu tímaritum,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál