Bað hennar með jóladagatali

Emilía Fönn Andradóttir og Ásgeir Þór Ásgeirsson með börnin sín …
Emilía Fönn Andradóttir og Ásgeir Þór Ásgeirsson með börnin sín tvö. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Við ákváðum að búa til jóladagatöl fyrir hvort annað fyrsta árið sem við vorum saman, en hann setti trúlofunarhringinn í glugga númer 24. Síðan opnaði ég gluggann á aðfangadagsmorgun, en þegar ég sneri mér við var hann kominn niður á hnén,“ segir Emilía Fönn Andradóttir spurð hvernig hennar heittelskaði, Ásgeir Þór Ásgeirsson, fór að því að biðja hennar.

Ásgeir Þór Ásgeirsson útbjó jóladagatal fyrir sína heittelskuðu og laumaði …
Ásgeir Þór Ásgeirsson útbjó jóladagatal fyrir sína heittelskuðu og laumaði trúlofunarhringnum í glugga númer 24. Ljósmynd úr einkasafni

„Ég fór að hágráta. Ég var reyndar ólétt, en ég fór bara að skæla. Við vorum ekki búin að vera saman nema í eitt og hálft ár, þannig að ég var ekki farin að búast við þessu. Ég bjóst kannski við að fá eyrnalokka eða hálsmen, en ekki trúlofunarhring.“

Emilía segir að Ásgeir sé lúmskur rómantíker, en hann hafði lengi beðið eftir rétta tækifærinu til að biðja um hönd hennar.

„Ég veit að hann var búinn að ákveða að biðja mín í ágúst, en hann keypti hringinn á sambandsafmælinu okkar. Þegar við ákváðum síðan að gera dagatölin fyrir hvort annað skellti hann hringnum þar inn í. Ég spurði hann einmitt hvernig hann hefði náð að halda andliti allan þennan tíma.“

Skötuhjúin trúlofuðu sig jólin 2014 en ætla að ganga í það heilaga á næsta ári.

„Við ákváðum að gifta okkur á fimm ára sambandsafmælinu okkar. Við erum búin að bóka kirkju og sal því þetta verður eflaust vinsæl dagsetning, en við ætlum að gifta okkur 18.08.18.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál