Þetta ættir þú að forðast á stóra daginn

mbl.is/ThinkstockPhotos

Það þarf að huga að ýmsu þegar draumabrúðkaupið er skipulagt og best er að vera með dagskrána á hreinu áður enstóri dagurinn rennur upp. Sum mistök eru algengari en önnur, en hér að neðan er listi yfir nokkra hluti sem eiga það til að valda brúðhjónum hugarangri á brúðkaupsdaginn. 

Ekki gera ráð fyrir því að allt „reddist“ bara. Það er nauðsynlegt að hafa góðan ramma utan um dagskrána, en gott er að fá hjálp frá veislustjóra eða öðrum til að halda utan um hlutina.

Takið leiðsögn og hlustið á fagfólk. Ekki þrjóskast við og heimta að gera allt sjálf. Ykkar nánustu eru eflaust reiðubúin að létta undir með ykkur.

Það kann ekki góðri lukku að stýra að geyma verkefni fram á síðustu stundu. Það er sjaldan góð ákvörðun að ætla sér að vakna snemma sjálfan brúðkaupsdaginn til að klára útistandandi verkefni, svo sem að raða blómum eða skreyta kökur.

Gefið símanum frí og látið aðra sjá um að svara fyrirspurnum. Þetta er dagurinn ykkar, munið að njóta hans.

Ekki gleyma að borða. Dagurinn á eftir að verða langur og viðburðaríkur, en það er ekki skemmtilegt að enda hann í blóðsykurfalli. Fáið ykkur staðgóðan morgunverð og hafið snarl við höndina.

mbl.is/ThinkstockPhotos

Brúðurin ætti að skammta sér nægan tíma í hárgreiðslu og förðun til að losna við óþarfa stress. Þá er ekki mælt með því að skipt sé um skoðun á síðustu metrunum og hárgreiðslunni eða förðuninni breytt.

Margir skála í freyðivíni, eða mímósu, áður en athöfnin hefst. Ekki er mælt með því að sleppa fram af sér beislinu og svolgra í sig, enda ekki eftirsóknarvert að skjögra inn kirkjugólfið eða drafa þegar í athöfninni.

Ekki missa sig í mímósunum eða freyðivíninu. Það er tilvalið á fá sér eitt til tvö glös, en ekki mikið meira en það því þú vilt ekki skjögra inn kirkjugólfið og drafa þegar þið farið með heitin.

Það þýðir ekkert að hafa of miklar áhyggjur af veðrinu, enda lætur það ekki að stjórn. Ef halda á veisluna eða athöfnina úti við er þó nauðsynlegt að vera með plan-B. Ef allt skyldi nú fara á versta veg.

Ekki drolla of mikið eða gleyma að reikna með umferðinni. Það er ekki töff að mæta of seint í eigið brúðkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál