„Ekki gott að hugsa um þennan tíma“

Í tilefni af undankeppni Eurovision í Kænugarði í kvöld taka Sjónvarp Símans og mbl.is höndum saman um að sýna glænýjan sjónvarpsþátt í ritstjórn Hugrúnar Halldórsdóttur um Svölu Björgvinsdóttur og Einar Egilsson.

Þau fengu bæði nýja sýn á lífið og tilveruna eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut sem kostaði þau næstum því lífið. Tveir bræður Einars voru einnig í bílnum en þau voru á þessum tíma öll í hljómsveitinni Steed Lord en faðir þeirra bræðra Egill Eðvarðsson og tengdapabbi Svölu var að aka þeim í Leifsstöð enda var Evrópu hljómleikaferð Steed Lord að hefjast.

Tónleikaferðalaginu var aflýst enda tók við löng spítalavist og endurhæfing eftir þetta alvarlega umferðaróhapp. Í þættinum er ferli Svölu Björgvinsdóttur gerð góð skil frá hennar fyrsta lagi „Ég hlakka svo til“ sem landsmenn þekkja vel og er fastur punktur í jólaundirbúningi landsmanna að hlýða á og til dagsins dag, sjálft undankvöldið í Eurovision. Skemmtilegur en líka dramatískur þáttur í framleiðslu Skot sem frumsýndur var í gær í Sjónvarpi Símans. Áfram team Svala!!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál