Heitustu piparsveinar landsins

Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri.
Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri. mbl/samsett

Smart­land Mörtu Maríu hef­ur tekið sam­an lista yfir eft­ir­sókn­ar­verðustu pip­ar­sveina lands­ins. Eins og sést á list­an­um er hann fjöl­breytt­ur og á hon­um kem­ur líka ým­is­legt á óvart.

Fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason var að koma úr fjörurra ára sambandi fyrr á þessu ári og er nú a lausu. Rúrik er 29 ára gamall og spilar fyrir FC Nürnberg í Þýskalandi þar sem hann er búsettur en hann spilar einnig fyrir Íslenska landsliðið. Rúrik er þekktur fyrir mikinn sjarma og fallegann klæðnað.

Rúrik Gíslason fótboltamaður
Rúrik Gíslason fótboltamaður skjáskot/instagram

23 ára Snapchat stjarnan Snorri Björnsson þýkir góður kostur því hann er bæði myndarlegur og fyndinn. Snorri útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2014 en síðan þá hefur hann verið að vinna sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari og stundað Crossfit af kappi. Snorri er þekktastur fyrir fyndinn og hnyttin Snapchött sem að hann birtir á samfélagsmiðlinum þar sem hann með um 30 þúsund fylgjendur.   

Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna
Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna skjáskot/facebook

Fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf vart að kynna en hann og eiginkonan hans til 23 ára skildu fyrr á árinu. Eiður er 38 ára og á farsælan feril að baki í fótboltanum. Hann hefur spilað með stórliðum eins og Chelsa og Barcelona.

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen mbl.is/Golli

Davíð Rúnar Bjarnason hefur verið að æfa hnefaleika í rúm 10 ár en undanfarið hefur hann dvalið annan hvern mánuð í Los Angeles til að keppa og æfa meir. Davíð heldur líka úti skemmtilegum Snapchat aðgangi þar sem hann er duglegur að sýna fylgjendum sínum frá sínu daglega lífi. Davíð er nýorðinn 28 og í fantaformi þar sem hann æfir í um 4 klukkustundir á dag.

Davíð Rúnar er hnefaleikamaður
Davíð Rúnar er hnefaleikamaður skjáskot/instagram

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander Ólafsson er 23 ára og er bassa og gítarleikarinn í hljómsveitinni VÖK sem hefur vakið mikla athygli út um allan heim. Með Vök hefur Óli ferðast mikið en þeir kláruru tónleikaferðalag um Evrópu á síðasta ári. Einnig er Ólafur partur af Húrra Reykjavík teyminu og er hann þekktur fyrir að vera með mjög smart fatastíl og alltaf í tísku.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander
Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander mbl/instagram

Almar Örn Hilmarsson er 44 ára lögfræðingur.  Hann er búsettur í Prag þar sem hann vinnur sem framkvæmdarstjóri hjá Credit Info.  Almar er mikill áhugamaður um hvers kyns líkamsrækt en fyrir skemmstu hljóp hann heilt maraþon í Norður-Kóreu.  Auk þess að rækta líkamann er Almar rokkþyrstur með afbrigðum og sækir tónleika með helstu þungarokksveitum um allan heim.

Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.
Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.

Hannes Steindórsson er einn frægasti fasteignasali landsins. Hann er 39 ára gamall og einn af eignum Lind fasteignasölu. Hannes er bæði skemmtilegur og klár og mikill áhugamaður um hjólreiðar. 

Hannes Steindórsson fasteignasali.
Hannes Steindórsson fasteignasali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Árni Ágústsson tónlistarmaður og læknanemi er á lausu. Hann er 28 ára og hugsar vel um andlega og líkamlega heilsu. Hann æfir af kappi, bæði kraftlyftingar og jóga, og má sjá hann í World Class á Seltjarnarnesi og í jógastöðinni Sólir.

Ragnar Árni Ágústsson.
Ragnar Árni Ágústsson.

Theodór Ingi Pálmason er 30 ára löggiltur endurskoðandi sem starfar hjá KPMG. Theodór er hrókur alls fagnaðar og sést gjarnan á B5 um helgar. Þeir sem þekkja hann vel vita að hann er fantagóður söngvari og lyftir lóðum og spilar handbolta í frístundum. 

Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ...
Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

Í gær, 23:59 „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

Í gær, 21:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komi 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

Í gær, 18:00 Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

Í gær, 15:00 Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

Í gær, 12:00 Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

Í gær, 09:00 Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

í fyrradag Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

Í gær, 06:00 Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

í fyrradag „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

í fyrradag „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

í fyrradag Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

í fyrradag „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

í fyrradag Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

22.9. Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

22.9. Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

22.9. „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

í fyrradag Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

22.9. Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

22.9. Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

22.9. Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »