Slysið hafði alvarleg áhrif

Jón og Jóga Gnarr prýða forsíðu MAN.
Jón og Jóga Gnarr prýða forsíðu MAN.

Jóga og Jón Gnarr prýða nýjustu forsíðu MAN en blaðið kemur út á morgun. Nú er Jón búinn að skrifa sögu Jógu, Þúsund kossar, en hún lenti í slysi í New York 1981 sem hafði djúpstæð áhrif á líf hennar. Hún slasaðist alvarlega á höfði og mjöðm. Um þetta ræða þau í viðtalinu og líka hvernig er að sameina fjölskyldu og láta hlutina ganga upp. 

Jóga og Jón fóru að draga sig saman þegar hún var 39 ára og hann 33 ára. Hún þá með einn 14 ára son og hann fráskilinn með þrjú börn, 13 ára strák, 11 ára stelpu og 8 ára stelpu. Jón segir frá þeirra fyrstu alvöru kynnum.

„Við vissum hvort af öðru í gegnum sameiginlega vini og tengdumst bæði Smekkleysu hópnum, en á ólíkan hátt. Ég fékk svo tak í bakið og það var einhver sem mælti með að ég fengi mér tíma hjá Jógu. Viðkomandi fékk tíma fyrir mig sem ég svo steingleymdi og var á vappi niðri í bæ þegar síminn hringdi. Það var Jóga sem var á línunni og benti mér á að  ég hefði pantað tíma og ekki mætt og það væri óásættanlegt – þannig hefði ég eytt hennar tíma. Þetta kom mér mjög á óvart, hún var rosalega ákveðin og ég var alveg með móral yfir að hafa gleymt þessu. Ég vissi þó í raun hver Jóga var frá því ég var svona 13 ára, ég hékk mikið í bænum að þvælast þar sem Jóga var þá að selja skartgripi sem hún hafði hannað á markaði á Lækjartorgi og maður sogaði allt svona í sig.“

Því má segja að þau hafi vitað hvort af öðru frá því á unglingsárum en  svo ekki kynnst fyrir alvöru fyrr en á fertugsaldrinum með samtals fjögur börn. „Á þessum tíma var ég að skipuleggja unglinganámskeið sem ég ætlaði að setja af stað og var komin með fólk til að vinna að því með mér, mig vantaði bara húsnæði. En þá mætti Jón með sín þrjú og ég með einn fyrir svo ég hugsaði með mér. Þetta er bara heimsending á unglinganámskeiði,“ segir hún í viðtalinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál