Fréttablaðið hlýtur að hætta á þessu ári

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Smári Egilsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Gunnar Smári, sem er þrautreyndur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri, er nú kominn á vettvang stjórnmálanna. Í þættinum lýsir Gunnar Smári upphafsárum Fréttablaðsins og tímanum þegar Jón Ásgeir kom inn sem eigandi og blaðið náði hápunkti

„Þegar Morgunblaðið lenti í vandræðum á þriðja áratugnum í Reykjavík fóru eigendurnir til kaupmanna og bentu þeim á að það væru sameiginlegir hagsmunir þeirra að blaðið myndi lifa. Þeir þyrftu að ná til almennings og kaupmennirnir sáu það og hentu peningum í Moggann til að þeir myndu lifa. Þegar við nálguðumst Jón Ásgeir var það á sömu forsendum. Ragnar Tómasson þekkti Jón og hann hefur lýst þessum fundi þannig að það hafi tekið Jón Ásgeir tvær mínútur að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Smári, sem segist ekki bjartsýnn á að Fréttablaðið lifi í þeim miklu breytingum sem hafa orðið á auglýsingamarkaði:

„Ég held að Fréttablaðið hljóti að hætta á þessu ári. Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rekstrargrundvöllur fyrir þessu. Lesturinn er kominn niður í 40% á höfuðborgarsvæðinu.“

Í þættinum ræða Sölvi og Gunnar um feril Gunnars Smára, íslenska fjölmiðla í gegnum tíðina, samfélagsgerðina, fátækt á Íslandi og margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTube: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál