Gallabuxur gegn appelsínuhúð?

Lizzie Jagger í nýju gallabuxnaauglýsingunum frá Wrangler.
Lizzie Jagger í nýju gallabuxnaauglýsingunum frá Wrangler.

Lizzie Jagger situr fyrir í nýjum auglýsingum Wrangler gallabuxnaframleiðandans. Í auglýsingunum klæðist hún gallabuxum sem einnig eiga að vera þeim kostum búnar að draga úr líkum á appelsínuhúð.

Fyrrnefndar buxur, sem fást í þremur útgáfum, sækja eiginleika sína til efnaformúlu sem úðað hefur verið inn í þær við framleiðsluna og gefur húðinni raka. Efnaformúlan dregur virkni sína frá náttúrulegum olíum, s.s. sem úr apríkósukjörnum, ástríðualdinum og rósablöðum. 

Áhrif efnaformúlunnar virka í allt að 15 daga að sögn framleiðandans segir á vef The Telegraph en hægt er að framlengja þau með því að kaupa þar til gert sprey. Með því móti helst virkni formúlunnar lengur eða í á milli 67 og 95 þvotta.

Verður áhugavert að fylgjast með hvernig þetta nýjasta útspil gallabuxnaframleiðandans mælist fyrir en því er ekki að neita að um algjöra nýjung í tískugeiranum er að ræða. Þarf ekkert að vera að hún þessi virki neitt síður í baráttunni við hina þrautseigu appelsínuhúð en öll kremin þarna úti!

Fyrir þær sem hafa áhuga á að sannreyna vöruna verða buxurnar til sölu á vef asos.com frá og með 28. janúar næstkomandi, fyrir 85 pund stykkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál