Litar á sér hárið eins og hún sé tvítug

Er þessa dagane með dökkblátt hár.
Er þessa dagane með dökkblátt hár. AFP

Raunveruleikastjarnan og hönnuðurinn Nicole Richie er dugleg að breyta til hvað varðar útlitið. Hár Richie hefur til dæmis verið í öllum regnbogans litum undanfarin ár en núna er hún með dökkblátt hár.

Richie segir háralitinn hjálpa henni að velja föt. „Fataskápurinn minn er ekki eins stór og þið haldið kannski,“ sagði Richie í viðtali við Yahoo Style. Richie viðurkenndi þó að eiga aðeins of mikið af fötum en hún sagði litaða hárið flýta fyrir henni þegar hún klæddi sig á morgnana. „Það er sumt þar [í fataskápnum] sem ég get klárlega ekki klæðst þegar ég er með litað hár. Þú munt örugglega ekki sjá mig í einhverju glitrandi frá toppi til táar núna. Ég get sett það til hliðar,“ sagði Richie sem vill ekki vera yfirþyrmandi í útliti að eigin sögn.

Hin 33 ára Richie telur litað hár helst höfða til fólks sem er í kringum tvítugt. „Í hvert skipti sem ég litaði á mér hárið og þvoði það hér áður fyrr kom einhver annar litur út. Ég hélt ég væri að gera eitthvað vitlaust. En enginn annar talar um þetta því fólk [sem litar a sér hárið] er tvítugt og vitlaust.“

Nicole Nichie er ófeimin við að breyta til. Hérna klæðist …
Nicole Nichie er ófeimin við að breyta til. Hérna klæðist hún hvítu svo að bláa hárið njóti sín vel. AFP
Það fer Nicole Richie vel að vera með blátt hár.
Það fer Nicole Richie vel að vera með blátt hár. AFP
Nicole Richie var einu sinni með fjólublátt hár.
Nicole Richie var einu sinni með fjólublátt hár. AFP
Nicole Richie skartaði hvítu hári eina kvöldstund.
Nicole Richie skartaði hvítu hári eina kvöldstund. AFP
Fjólubláa hárið fór henni vel.
Fjólubláa hárið fór henni vel. AFP
Nicole Richie með náttúrulegan lit. Hún hefur einnig verið með …
Nicole Richie með náttúrulegan lit. Hún hefur einnig verið með svart og ljóst hár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál