„Ég vildi óska að ég liti svona út“

Þessar myndir birtust á Twitter-síðu Givenchy.
Þessar myndir birtust á Twitter-síðu Givenchy. Twitter

Nýjasti samningurinn sem leikkonan Julia Roberts landaði er við tískuhús Givenchy en hún er andlit vorlínu Givenchy fyrir næsta ár. Roberts er ánægð með að vera loksins orðin tískufyrirsæta.

Riccardo Tisci, listrænn stjórnandi Givenchy, segir Roberts vera fullkominn fulltrúa eldri viðskiptavina Givenchy en Roberts er 47 ára gömul.

Hann segir Roberts hafa fjölbreyttan stíl líkt og Givenchy. „Í mars hef ég verið hjá Givenchy í tíu ár og þess vegna vildi ég vinna með konu sem er þroskuð, falleg, hæfileikarík og tilgerðarlaus,“ sagði Tischi í við Yahoo Style.

Í auglýsingaherferð Givenchy fyrir næsta vor má sjá Roberts stilla sér upp m.a. í svartri dragt. Myndirnar eru svarthvítar og fágaðar. Roberts kveðst þó ekki líta svona út í daglegu lífi. „Ég vildi óska að ég liti svona út! Ef þú myndir sjá mig núna þá myndir þú springa úr hlátri. Mér finnst þetta vera mjög svalar myndir og þetta eru allt föt sem ég hefði valið sjálf,“ sagði Roberts áður en hún grínaðist með að hafa loksins náð að gerast tískufyrirsæta, að nálgast fimmtugt.

Julia Roberts er algjör töffari í nýju Givenchy auglýsingunum
Julia Roberts er algjör töffari í nýju Givenchy auglýsingunum Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál