Helstu tískustraumar ársins 2014

Tískustraumar ársins 2014 voru af ýmsum toga.
Tískustraumar ársins 2014 voru af ýmsum toga.

Hérna rennum við yfir helstu tískustrauma ársins sem er að líða. Það kenndi ýmissa grasa í tískuheiminum árið 2014 en þessir straumar réðu ríkjum. 

Hvítar flíkur: Hvítur er klárlega „litur“ ársins 2014. Hvítar buxur, hvítir jakkar, hvítar skyrtur, hvítar peysur, hvítar kápur og svona mætti lengi telja áfram. Hvítur alklæðnaður virtist svo vera það allra flottasta.

Kápur: Kápur og aftur kápur. Bæði þykkar og þunnar og í öllum regnbogans litum. Allar helstu tískuskvísurnar keyptu nokkrar kápur til skiptanna þetta árið og létu þær svo hanga á öxlunum.

Mínimal: Minna er meira. Svart, hvítt og grátt voru vinsælir litir þetta ár. Einföld og bein snið og flíkur sem falla undir „normcore“ hugtakið þóttu smart þetta árið. Sömuleiðis var mínimalískt skart vinsælt.

Íþróttaföt: Íþróttaföt fyrir utan íþróttahúsið þótti afar svöl þetta árið. Hvítir Nike-strigaskór við fína dragt var algjörlega gjaldgengt í sumar. Svo kom Alexander Wang með nýja línu fyrir H&M í lok árs sem gaf grænt ljós á íþróttafötin út næsta ár.

Bert á milli: Þá erum við ekki að tala um beran maga heldur bert miðrif. Þessir örfáu sentímetrar gera gæfumuninn, það veit Kim Kardashian sem rokkaði þetta „tískutrend reglulega.

Matvörur: Rándýrar töskur í dulargerfi matarumbúða. Hverjum hefði dottið í hug að Chanel myndi slá í gegn með tösku sem lítur út eins og mjólkurferna.

Stutt hár: Síða hárið fékk að víkja fyrir því stutta. Bob- og lobklippingar (long bob) náðu hvað mestum vinsældum á árinu sem er að líða.

Brúnir varalitir: 90‘s stíllinn kom sterkur inn í förðunartískuna þetta árið. Mattir varalitir í brúnum tónum voru afar áberandi, sérstaklega í lok árs.

Nefhringir: Fyrir árið 2012 boðaði tískuhús Givenchy komu nefhringja og síðan þá hafa allir tískubloggarar og mamma þeirra fengið sér hring í miðsnesið. Þetta „trend“ náði hámarki á þessu ári.

Hvítur var aðalliturinn árið 2014.
Hvítur var aðalliturinn árið 2014. AFP
Hvítir Nike-skór.
Hvítir Nike-skór.
Þessi taska frá Chanel vakti athygli á árinu. Mjólk er …
Þessi taska frá Chanel vakti athygli á árinu. Mjólk er góð.
Kim Kardashian rokkaði ,,bert á milli'' tískutrendið á þessu ári.
Kim Kardashian rokkaði ,,bert á milli'' tískutrendið á þessu ári. AFP
Alexander Wang fyrir H&M. Íþóttaföt eru greinilega alveg málið.
Alexander Wang fyrir H&M. Íþóttaföt eru greinilega alveg málið.
Brúnir varalitir voru vinsælir þetta árið og verða það áfram.
Brúnir varalitir voru vinsælir þetta árið og verða það áfram.
Söngkonan FKA Twigs þykir svöl, hún er með gat í …
Söngkonan FKA Twigs þykir svöl, hún er með gat í nefinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál