Kjóllinn sem fékk fólk til að taka andköf

Cher mætti í hönnun Bob Mackie á Óskarinn árið 1986.
Cher mætti í hönnun Bob Mackie á Óskarinn árið 1986.

Árið 1986 mætti söngkonan Cher í umdeildum kjól á Óskarsverðlaunahátíðina. Kjóllinn, sem var úr smiðju hönnuðarins Bob Mackie, fékk fólk til að taka andköf enda var hann ólíkur öllum öðrum kjólum á þeim tíma. Derek Blasberg, blaðamaður V magazine, tók Bob Mackie tali á dögunum og spurði hann meðal annars út í kjólinn fræga.

Hinn 74 ára Mackie er hokinn af reynslu en hann hefur unnið með stjörnum á borð við Lizu Minnelli, Barböru Streisand og Diönu Ross. En eitt af hans þekktustu verkum er pallíettu-kjóllinn, ef kjól má kalla, sem Cher klæddist á Óskarnum árið 1986.

„Þetta kemur reglulega upp. Öllum var mjög brugðið á þessum tíma. Fólk fylltist ógeði. Þau sögðu: „Þetta er ekki tíska.“ Auðvitað er þetta ekki tíska. Þetta er búningur sem átti að vekja athygli. Og það virkaði. Þetta var á öllum forsíðum næsta dag. Cher vildi hvort sem er aldrei líta út eins og venjuleg kona. Hún sagði við mig: „Ég vil ekki líta út eins og húsmóðir.““

Mackie segir Cher hafa búið yfir nægu sjálfstrausti til að klæðast hönnun hans. „Öll þessi athygli truflaði hana ekki. Margar ungar leikkonur í dag eru óöruggar.“

Mackie segir nútímaleikkonur fá tískuföt gefins í dag og þess vegna eiga þær erfitt með að tjá sinn eigin stíl með klæðaburði. Þess vegna er hann nánast hættur að hanna föt á stjörnurnar.

Cher hefur alltaf verið ögrandi í klæðaburði.
Cher hefur alltaf verið ögrandi í klæðaburði. AFP
Kjóll Bob Mackie vakti athygli á sínum tíma.
Kjóll Bob Mackie vakti athygli á sínum tíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál