Theodóra Mjöll bloggar á Smartlandi

Theodóra Mjöll.
Theodóra Mjöll.

Theodóra Mjöll metsöluhöfundur, hárgreiðslukona, þáttarstjórnandi Lífsstíls á Stöð 2, lífsstílsbloggari á www.theodoramjoll.com, kennari og vöruhönnunarnemi við Listaháskóla Íslands er byrjuð að blogga á Smartlandi Mörtu Maríu. Hún er 28 ára gömul tískudrottning sem hefur ástríðu fyrir lífinu. Ég spurði hana spjörunum úr. 

Hvernig leggst haustið í þig?

Haustið leggst mjög vel í mig. Það eru miklar breytingar í loftinu en ég var að byrja á mínu síðasta ári í Listaháskóla Íslands eftir þriggja ára pásu í vöruhönnun. Ég er að einbeita mér mikið á að byggja upp heimasíðuna mína sem gengur vonum framar ásamt því að „hárgreiðslast“ og kenna inn á milli. Ég er mjög hrifin af ágúst og september og fyllist alltaf miklum eldmóði þegar byrjar að hausta. Það eru mörg spennandi verkefni sem bíða mín næstu mánuði sem ég hlakka mikið til að takast á við.  

Theodóra Mjöll.
Theodóra Mjöll.

Hvernig er hártískan í haust?

Eins og í flest öllu þá er hártískan mjög fjölbreytileg og er eitthvað hægt að finna fyrir alla, allar hárgerðir og síddir. 70´s og 90´s straumar eru mjög sterkir í vetur og eitt af þeim trendum sem ég er að elska hvað mest núna er stórt og vel blásið „bombshell“ hár. Hártískan er mjög hæg og er fólk oft lengi að taka í nýja strauma, mun lengur en tísku í fatnaði og förðun, en heilbrigt hár er þó alltaf í tísku og mun vonandi aldrei detta þaðan út.

Hvað notar þú í hárið á þér?

Ég er búin að vera að kynnast Davines hárvörunum síðustu vikur og er kolfallin fyrir þeim. Það er í raun alveg sama hvað ég hef prófað frá Davines, ég elska það allt. Label.m vörurnar skipa einnig stóran sess í lífi mínu og  hef ég mikið unnið með þær síðustu ár. Það eru nokkrar vel valdar vörur þar sem ég gæti ekki lifað án.

Hvað er það versta sem fólk getur gert við hárið á sér?

Aflita það mikið. Ég tala af mikilli reynslu en ég hélt að hárið á mér þyldi allt og hef verið að aflita það núna í rúmt ár og setja grátóna lit yfir það- þar til hárið á mér sagði stopp í sumar og byrjaði að detta af. Já hártískan er ekki alltaf holl fyrir hárið en stundum fórnar maður sér fyrir hinn fullkomna lit. Nú er ég að taka því rólega og lita það í náttúrulegum tónum og er að byggja hárið aftur upp með keratín- og rakameðferðum.

Hvað gerir þig hamingjusama?

Það er svo margt sem gerir mig hamingjusama. Það eru litlu hlutirnir sem hafa dýpstu áhrifin, svo sem þegar sonur minn segir eitthvað nýtt og fyndið, þegar maðurinn minn kyssir mig óvænt, þegar ég kem sjálfri mér á óvart, þegar ég sigrast á vandamálum sem ég hélt ég gæti aldrei sigrast á, þegar ég sé sólina, fallega hönnun... það er bara svo margt. Um leið og þú sérð fegurðina í því sem er þér næst, í smáatriðum hversdagsleikans,  þá held ég að þú upplifir sanna hamingju.

Hvað gerir þú á hverjum degi sem gerir líf þitt betra?

Ég reyni alltaf að gera það besta úr því sem ég hef hverju sinni. Jákvæðni, þolinmæði og útsjónarsemi kemur manni ansi langt í lífinu.

Hvar sækir þú innblástur?

Alls staðar frá. Af netinu, fólki, náttúrunni, tilfinningum og heilabúinu mínu. Það fer allt eftir því á hvaða stað ég er hverju sinni og hvaða verkefni ég er að taka mér fyrir hendur. Ég er mikil rannsóknartýpa og kafa djúpt ofan í alls kyns hluti sem gefa mér svo innblástur.

Hvernig samfélagsmiðlatýpa ert þú?

Ætli ég sé ekki þessi jákvæða dipló týpa á netinu. Reyni að einblína á og gefa frá mér jákvæðni og orku í stað þess að gagnrýna opinberlega og hneykslast. 

HÉR getur þú lesið bloggið hennar á Smartlandi Mörtu Maríu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál