Tískumistök sem ungir og vitlausir gera

Það er aldrei sniðugt að láta fatakaupin ráðast af því …
Það er aldrei sniðugt að láta fatakaupin ráðast af því hvað öðrum finnst. Morgunblaðið/Júlíus

Það eru allir ungir og vitlausir einhvern tímann. Þá tekur fólk oft furðulegar ákvarðanir og fataskápurinn og peningaveskið fær gjarnan að kenna á því. Hérna kemur listi yfir klassísk tískumistök sem margir gera á sínum yngri árum.

  1. Að kaupa ný undirföt vegna þess að allt annað er skítugt.
  2. Að kaupa nýjan kjól sem hentaði ekki, bara vegna þess að vinkona sagði að hann væri æðislegur.
  3. Að kaupa eitthvað vegna þess að það átti svo sannarlega að breyta lífi þínu.
  4. Að vilja ekki klæðast sama dressinu tvisvar vegna þess að fólk myndi örugglega taka eftir því og dæma. 
  5. Að henda uppáhalds peysunni í þvottavél og þurrkara vegna þess að það er of dýrt að hafa með hana í hreinsun.
  6. Að kaupa endalaust af ódýrum fötum og skarti og kvarta svo yfir því að hafa ekki efni á að kaupa neitt fínt.
  7. Að vilja ekki breyta út af vananum og kaupa nánast það sama aftur og aftur.
  8. Að láta fatakaupin ráðast af því hvað öðrum finnst flott á þér.
  9. Að henda skópari vegna þess að það er of dýrt að láta skósmið laga þá.
  10. Að klæðast of litlum fötum vegna þess að það er ekkert gaman að kaupa „stórar“ stærðir.
  11. Að kaupa skó sem eru of litlir, einfaldlega vegna þess að þeir voru of fallegir til að sleppa.
  12. Að versla, bara til að drepa tíma.

Þessi og fleiri klassísk tískumistök má finna inni á vef Cosmopolitan.

Það hafa margir gert þau mistök að kaupa of litla …
Það hafa margir gert þau mistök að kaupa of litla skó, bara vegna þess að þeir voru „ómissandi“.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál