Manuela Ósk mætti eins og drottning

Manuela Ósk Harðardóttir var glæsileg þegar hún mætti í brúðkaup …
Manuela Ósk Harðardóttir var glæsileg þegar hún mætti í brúðkaup frænku sinnar.

„Síðastliðinn laugardagur var mikill merkisdagur í mínu lífi. Ekki nóg með það að ég fagnaði enn einu aldursárinu, varð hvorki meira né minna en 32 ára gömul – þá var ein af mínum nánustu vinkonum, sem einnig er frænka mín – að gifta sig.

Ég vildi því augljóslega vera í mínu allra fínasta pússi – og líta sem best út og mér er mögulegt!

Ég leitaði til Andreu hjá NYX fyrir förðun – en ég vinn svo mikið með hanni að hún er farin að kunna ansi vel á mig og veit hvað fer mér best,“ segir Manuela Ósk í bloggfærslu á Krom.is

Manuela Ósk segir að hún sé ekki nógu fær í að gera sjálf á sér hárið og mála sig. Því hafi The Studio í Kringlunni komið til bjargar og gert hárið á henni eins og á Hollywood-stjörnu.

„Ég er alveg jafn léleg að gera á mér hárið eins og ég er að mála mig – þannig að ég fékk stelpurnar á Studio í Kringlunni til að hjálpa mér – en ég vildi fá mikla lyftingu og liði – sem er mjög erfitt fyrir mitt hár – því það lekur allt úr því á korteri,“ segir hún í færslunni. Kjóllinn sem Manuela Ósk klæddist er frá Nasty Gal og skórnir frá Stellu McCartney. 

   11930700_897953213615362_1036049623_n

„Eftir endalausa túberingu og 3 brúsa af hárspreyi, voru allir sáttir – og ég fór í brúðkaupið með algjört Hollywood-hár,“ segir Manuela Ósk. 

11938128_897953210282029_114925042_n

11949692_897963370281013_1444557017_n

Og svo greip hún vöndinn!

1620248_897963356947681_732777554_n   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál