Misskilningur að geirvartan sé klippt af

Þórdís segir að það sé algengur misskilningur að geirvartan sé …
Þórdís segir að það sé algengur misskilningur að geirvartan sé tekin af þegar brjóstum er lyft.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvað verði um geirvörtuna við brjóstaminnkun.

Ég er mikið að velta fyrir mér að fara í brjóstaminnkun en það sem hræðir mig er að mér að sagt að það þurfi að klippa geirvörtuna af og festa hana aftur. Ef maður fer í brjóstaminnkun fer þá ekki öll tilfinning úr geirvörtunni. Auk þess hef ég velt fyrir mér að eignast fleiri börn sem ég myndi vilja hafa á brjósti og því myndi ég ekki vilja eyðileggja þann möguleika.

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þetta er algengur misskilningur og margir sem halda að þegar ör er umhverfis geirvörtuna að þá hafi hún verið tekin af og sett á aftur. En lang oftast er bara ysta lag húðarinnar tekið af og geirvartan bara færð ofar á brjóstið. Þannig að mjólkurgangar halda sér og yfirleitt hægt að hafa barn á brjósti. Það er einungis ef mikið er tekið af kirtlinum að hætta er á stíflum og fl. í brjóstinu við brjóstagjöf eftir svona aðgerð. Eins heldur tilfinningin sér yfirleitt í geirvörtunum, en ekki hægt að lofa henni óbreyttri við aðgerðina.

Gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi Kjartansdóttur spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Deamedica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál