Er hægt að strekkja húð á hálsi?

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að strekkja húð á hálsi. 

Sæl Þórdís,

er hægt að strekkja húð á hálsi?

Kær kveðja, 

ein sem er að eldast

Sæl og takk fyrir spurninguna,

að strekkja húðina einungis á hálsinum er tæknilega flókið. Stundum er hægt að gera það með skurði undir hökunni en oftast þarf að setja skurðinn við eyrun (framan og bak við) og þá er oftast best að gera andlitslyftingu um leið! Margir hafa reynt að þróa tækni með litlu inngripi og þráðum sem „binda upp“ og strekkja á hálsinum en það hefur ekki reynst vel.

Vona að þetta svari spurningu þinni,

Með bestu kveðju Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur lagt spurningu fyrir Þórdísi HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál