Dreymir um „bum bag“ frá Yvonne Koné

Hrönn vill föt úr gæðaefnum og einblínir á sanngirni í …
Hrönn vill föt úr gæðaefnum og einblínir á sanngirni í framleiðslu þegar hún verslar sér nýjar flíkur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fagurkerinn Hrönn Gunnarsdóttir er myndlistarkona og starfar í Mýrinni samhliða því að stunda nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Þegar Hrönn kaupir sér föt einblínir hún helst á að flíkurnar séu úr gæðaefnum og framleiddar við sanngjörn skilyrði. Þessa stundina eru það svo litir og falleg mynstur sem ráða ríkjum í fataskáp Hrannar.

Getur þú lýst þínum fatastíl?

„Í grunninn er fatastíllinn minn frekar einfaldur og klassískur en hann hefur samt alltaf tekið einhverjum breytingum. Í augnablikinu heillast ég af mynstrum og litum.“

Fyrir hverju fellur þú yfirleitt?

„Ég held að það fyrsta sem ég tek eftir við flíkur sé áferðin á efninu. Ég heillast alltaf af gæða efnum með örlítið grófri áferð eða efnum sem eru í fögrum litum.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?

„Persónulega finnst mér nauðsyn að eiga föt úr góðum efnum sem endast og eins að þau séu svolítið klassísk.“

Uppáhaldsskartið hennar Hrannar.
Uppáhaldsskartið hennar Hrannar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

„Nýjustu flíkurnar eru blái Samuji-silkikjóllinn minn og argentínska sláin mín frá Telar sem ég féll alveg fyrir.“

Hvað vantar í fataskápinn þinn?

„Ég er alltaf að skima eftir öðrum klassískum svörtum hversdagskjól. Ég hef frekar ákveðna hugmynd um hann svo ég mun bíða róleg þar til ég rekst á hann einhvern daginn.“

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

„Ég er ekki viss. Ég held að það sé erfitt að segja algjörlega að ég myndi ekki klæðast einhverju ákveðnu. Tíska breytist alltaf.“

Áttu þér uppáhalds hönnuð?

„Já, uppáhalds hönnuður minn er finnski hönnuðurinn Samuji sem ég kynntist fyrst þegar ég byrjaði að vinna í Mýrinni. Áherslupunktar hans skipta sömuleiðis máli fyrir mig, gæða efni og sanngirni í framleiðsluferlinu. Hann blandar einhvern veginn klassík við nýtískulegri hugmyndir og er alltaf með efni sem ég fell fyrir.“

Er einhver frægur hönnuður, hönnun eða trend ofmetið að þínu mati?

„Nei, það held ég ekki. Við erum öll með mismunandi álit á fatnaði. Ég held að ég geti ekki sagt að eitt sé verra en annað. Annars þykir mér leiðinlegt hve algengt það er orðið að fatnaður sé framleiddur við ósanngjörn skilyrði.“

Hvað finnst þér mest heillandi í vor- og sumartískunni?

„Hvert vor og sumar fer mig að kitla í að ganga í meiri lit og léttari, meira flæðandi fatnaði.“

Áttu þér tískufyrirmynd?

„Það er engin ein fyrirmynd sem ég miða við en ég á það til að horfa aðeins til baka þegar kemur að tísku, á fágun og klassík. Coco Chanel kemur upp í hugann. Annars finnst mér líka aðdáunarvert þegar fólk þorir að vera í sterkum litum og mynstrum. Svo held ég að innblástur komi líka frá umhverfinu, frá vinum, náttúrunni og myndlist til dæmis.

Hvað er á óskalistanum?

„Aðallega taska frá Yvonne Koné sem kallast „bum bag“, það er svona taska sem hægt er að hafa um sig miðja eða yfir öxlina.“

Hvaða flík og skart er í uppáhaldi hjá þér?

„Uppáhaldsflíkin mín er svarti Samuji-kjóllinn minn. Hann er æðislegur, bæði þægilegur og fallegur. Uppáhaldsskartið mitt er í raun allt skartið sem ég á frá Orra Finn, sérstaklega gull akkerishálsmenið mitt sem ég er alltaf með.“

Hrönn Guðmundsdóttir vinnur í Mýrinni.
Hrönn Guðmundsdóttir vinnur í Mýrinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessi kjóll er í uppáhaldi hjá Hrönn þessa stundina.
Þessi kjóll er í uppáhaldi hjá Hrönn þessa stundina. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál