Þessu áttu ekki að klæðast í brúðkaupi

Ekki klæðast gallabuxum eða hvítum kjólum í annarra manni brúðkaupi. …
Ekki klæðast gallabuxum eða hvítum kjólum í annarra manni brúðkaupi. Eins skalt þú ekki vera með prinsessulegt hárskraut. Skjáskot af ASOS

Sumarið er tími brúðkaupanna og þá er gott að vita hvernig á að bera sig að í brúðkaupsveislum. Á vef Cosmopolitan birtust nýverið upplýsingar fyrir kvenkyns brúðkaupsgesti um hvernig á ekki að klæða sig á stóra degi einhvers annars, þetta ættu allir að lesa sem eru á leiðinni í brúðkaup í sumar.

Síðum hvítum kjól: Þetta er mikilvægasta reglan, ekki klæðast hvítum síðum kjól í brúðkaupi nema þú sért brúðurin.

Hvítu eða beinhvítu: Ekki klæðast neinu sem gæti mögulega verið gjaldgengt fyrir brúður. Hvítir samfestingar, pils og kjólar eru á bannlistanum.

Gegnsærri flík: Það er ekki viðeigandi að glæðast gegnsæju í brúðkaupi, gegnsæjar flíkur eiga frekar heima á djamminu.

Mjög flegnu: Sama á við um mjög flegnar flíkur, þær hentar betur í partý.

Flip flop-skóm: Sætir sandalar eru í lagi en ekki flip flop-skór. Þeir eru engan vegin smart og eiga heima á ströndinni.

Gallabuxum: Gallabuxur passa ekki í brúðkaup, alveg sama hvernig þær eru í sniðinu.

Einhverju úr gallaefni: Gallaefni er eiginlega bara á bannlistanum, gallajakkar, gallapils, gallabuxur, gallavesti...geymdu þessar flíkur fyrir annað tilefni.

Kórónu: Ekki reyna að stela athyglinni af brúðinni með prinsessulegu hárskrauti.

Einhverju of skrautlegu: Þetta verður hver og einn að meta fyrir sig. Hlébarðamynstur eða ofurskreyttar flíkur passa ekki beint í brúðkaup, eða hvað finnst þér?

Stuttermabolum með slagorðum: Slíkir bolir eru allt of hversdagslegir.

Djammskóm: Veldu skóna vandlega því áberandi og himinháir djammskór passa ekki í brúðkaup.

Farðu varlega í svarta litinn: Það er allt í lagi að klæðast svörtu en reyndu að gera það á réttan hátt. Ekki klæða þig eins og þú sért að fara í jarðarför. Veldu svartar flíkur í skemmtilegum efnum eða sniðum og þú ættir að vera í lagi.

Mjög flegnir eða gegnsæir kjólar eru ekki alveg málið í …
Mjög flegnir eða gegnsæir kjólar eru ekki alveg málið í brúðkaup. Skjáskot af ASOS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál