Kjóll dótturinnar kostaði 1,3 milljónir króna

Klæðnaður Beyoncé var sérlega íburðarmikill, enda fokdýr.
Klæðnaður Beyoncé var sérlega íburðarmikill, enda fokdýr. AFP

Blue Ivy, dóttir poppdrottningarinnar Beyoncé og rapparans Jay Z, gekk sinn fyrsta rauða dregil í gærkvöldi þegar VMA-verðlaunin voru haldin hátíðleg.

Kjóll þeirrar stuttu, sem er fjögurra ára, vakti gríðarlega eftirtekt en hann er frá hönnuðinum Mischka Aoki líkt og segir í frétt Daily Mail. Við kjólinn bar telpan síðan demantskórónu frá Lorraine Schwartz.

Að sjálfsögðu sá tískudrottningin Beoyncé til þess að dóttirin væri skikkanlega til höfð, en kjóll Blue Ivy kostaði 10.950 Bandaríkjadali, sem samsvarar tæplega 1,3 milljónum íslenskra króna.

Söngkonan sjálf klæddist kjól frá ítalska hönnuðinum Francesco Scognamiglio, auk þess sem hún var hlaðin dýrindis skartgripum sem samkvæmt frétt Elle eru metnir á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða 1,5 milljarða íslenskra króna.

A photo posted by Beyoncé (@beyonce) on Aug 28, 2016 at 5:39pm PDT

Margir vilja meina að poppdrottningin hafi litið út eins og …
Margir vilja meina að poppdrottningin hafi litið út eins og engill, einkum og sér í lagi vegna fjaðraskrautsins sem hún bar um háls sér. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál