SPF-farði og of dökkur varablýantur algeng mistök

Tinna Björk er nýútskrifuð úr Reykjavík Makeup School.
Tinna Björk er nýútskrifuð úr Reykjavík Makeup School.

Tinna Björk Stefánsdóttir hefur brennandi áhuga á förðun og öllu sem því tengist. Hún útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School í október og fékk viðurkenningu fyrir að vera með bestu portfolio-möppuna. Við spurðum Tinnu spjörunum úr, meðal annars um algeng förðunarmistök sem fólk gerir.

Hvernig förðun er í uppáhaldi hjá þér? „Ég get ekki valið á milli „smokey“- eða „beauty“-förðunar en þar sem stutt er í jólahátíðirnar þá segi ég að það sé „beauty“-förðun með glimmeri.“

Hvernig farðar þú þig dags daglega? „Þar sem ég vakna klukkan rúmlega þrjú að nóttu til fyrir vinnu er maður ekki alltaf í stuði en ég nota yfirleitt meik, hyljara, laust púður, ABH-contour pallettuna, highlight, smá eyeliner, maskara og augabrúnir og síðast en ekki síst varalit,“ segir Tinna sem starfar í farþegaafgreiðslunni hjá IGS/Icelandair og þarf að vera mætt ansi snemma í vinnuna.

En þegar þú ert að fara eitthvað spari? „Sama og í hversdagslegri förðun en ég bæti við augnskuggum, augnhárum og geri skyggingar aðeins ýktari.“

Hvað tekur þig langar tíma að jafnaði að gera þig til? „Fyrir vinnu er ég ca. 30 mín. en þegar ég er að fara eitthvað sérstakt þá er ég rúmlega klukkutíma.“

Getur þú nefnt helstu makeup-mistök sem fólk gerir gjarnan? „Ein helstu mistök sem fólk gerir er að nota spf-farða, það er skelfilegt þegar fólk tekur myndir af sér með flassi og þá verður það eins og draugur. Mér finnst þetta „trend“ þegar fólk „bakar“ á sér andlitið ekki vera flott, þetta getur orðið stórslys, sérstaklega á myndum. Og svo er það þegar varablýanturinn er miklu dekkri en varaliturinn sjálfur." 

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru? „Ég held mikið upp á augabrúnavörurnar frá Anastasia Beverly Hills, t.d. dipbrow og brow definer. Miss Hippie-maskarinn frá L'oréal er mér ómissandi, hyljarinn frá Nars, All nighter makeup setting-úðinn frá Urban Decay, pigmentin frá NYX og FIX+ frá MAC eru líka ómissandi.“

Er eitthvað sem þú myndir ekki gera þegar kemur að förðun? „Ég myndi ekki byrja á að setja meik áður en ég geri augnförðun vegna þess að sumir augnskuggar geta hrunið niður á kinnarnar.“

Áttu þér eitthvað fegrunarleyndamál? „Mín fegurðarleyndarmál eru að hreinsa húð vel og vandlega kvölds og morgna, drekka nógu mikið vatn og góður svefn er lykilatriði.“

Hvað gerir þú til að dekra við þig? „Fer í heitt bað, djúphreinsa húðina, set maska og set gott rakakrem.“

Förðun eftir Tinnu.
Förðun eftir Tinnu.
Förðun eftir Tinnu.
Förðun eftir Tinnu. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál