Keppast um að klæða forsetafrúna

Melania Trump þykir smart en hún mun væntanlega ekki sjást …
Melania Trump þykir smart en hún mun væntanlega ekki sjást í hönnun Theallet. AFP

Á dögunum var greint frá því að tískuhönnuðir væru ekki sérlega hrifnir af því að útvega tilvonandi forsetafrú Bandaríkjanna, Melaniu Trump, fatnað.

Til að mynda sagði Marc Jacobs að hann myndi heldur nýta orku sína í að hjálpa þeim sem orðið hafa fyrir barðinu á Trump og stuðningsmönnum hans heldur en að klæða forsetafrúna. Hönnuðurnir Sophie Thallet og Tom Ford, sem bæði hafa með glöðu geði útvegað Michelle Obama föt, sögðu einnig að þau myndu ekki gera slíkt hið sama fyrir Trump.

Frétt mbl.is: Neitar að klæða Melaniu Trump

Ekki eru þó allir á sama máli, því Carolina Herrera sagði að það væri henni mikill heiður ef forsetafrúin tilvonandi myndi klæðast hönnun hennar.

Tommy Hilfiger og Jean-Paul Gaultier sáu því heldur ekkert til fyrirstöðu að aðstoða forsetafrúna með fataval.

„Hún klæðir sig afar smekklega upp á eigin spýtur. Ég hef ekkert slæmt um hana að segja. Þetta er ekki spurning um pólitík,“ sagði Gaultier og bætti við að honum þætti Trump smekklegra klædd heldur en Hillary Clinton.

„Ef hún bæði mig um að aðstoða sig myndi ég klárlega gera það.“

Frétt mbl.is: Kjóll Melaniu seldist upp eins og skot

Melania Trump er þekkt fyrir fágaðan stíl.
Melania Trump er þekkt fyrir fágaðan stíl. AFP
Melania Trump virðist hafa mikil áhrif á kauphegðun kvenna, en …
Melania Trump virðist hafa mikil áhrif á kauphegðun kvenna, en föt sem hún klæðist opinberlega seljast jafnan upp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál