Feilspor Díönu prinsessu

Stundum klæddu Karl og Díana sig í stíl.
Stundum klæddu Karl og Díana sig í stíl. Skjáskot / Daily Mail

Margir minnast Díönu prinsessu sem mikillar tískudrottningar, enda er hún annáluð fyrir glæsilegt útlit og fallegan klæðaburð.

Tískufyrirmyndir stíga þó víst líka feilspor, eins og við hin, og þá sér í lagi þegar níundi áratugurinn er rifjaður upp.

Daily Mail tók saman nokkur af skrautlegri dressum Díönu og eins og sjá má eru mörg þeirra ansi hreint spaugileg.

Þetta heiðgula dress frá árinu 1987 er barn síns tíma.
Þetta heiðgula dress frá árinu 1987 er barn síns tíma. Skjáskot / Daily Mail
Þessi köflótta kápa hlaut ekki náð fyrir augum tískulögreglunnar.
Þessi köflótta kápa hlaut ekki náð fyrir augum tískulögreglunnar. Skjáskot / Daily Mail
Appelsínugulur satínjakki og þverslaufa er víst ekki málið í dag, …
Appelsínugulur satínjakki og þverslaufa er víst ekki málið í dag, en árið 1990 þótti dressið eflaust sérdeilis fínt. Skjáskot / Daily Mail
Flöskugræna dragtin, sem er úr smiðju Moschino, minnir dulítið á …
Flöskugræna dragtin, sem er úr smiðju Moschino, minnir dulítið á klæðnað vikapilts. Skjáskot / Daily Mail
Þessi kjóll úr smiðju Azagury þykir ekki sérlega klæðilegur í …
Þessi kjóll úr smiðju Azagury þykir ekki sérlega klæðilegur í dag. Skjáskot / Daily Mail
Hvíta dragtin er úr smiðju Catherine Walker og vekur óneitanlega …
Hvíta dragtin er úr smiðju Catherine Walker og vekur óneitanlega upp hugrenningartengsl við lúðrasveitir og skrúðgöngur. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál