Húmorísk og litrík lína

Hrafnhildur Arnardóttir.
Hrafnhildur Arnardóttir. mbl.is

Íslenska myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter hefur hannað fatalínu, skartgripi, fylgihluti, förðunarvörur og naglalökk í samstarfi við sænska fatamerkið & Other Stories. 

Vörurnar eru nú komnar í fleiri en þrjátíu verslanir víða um heim frá og með sl. fimmtudegi. Til að halda upp á það hélt Hrafnhildur opnunarkvöld í & Other stories-versluninni við Broadway í New York borg þar sem hún hefur verið búsett í 23 ár. Hrafnhildur vildi leyfa fólki að kynnast línunni í eigin persónu og hafa tækifæri á að kaupa flíkurnar, því búist er við að línan seljist upp á innan við tveimur vikum.

Fötin kallast á við verkin

Hrafnhildur sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinum alþjóðlega listheimi er þekkt fyrir verk unnin úr gervihári og alvöruhári, eins og fléttuðum vegglistaverkum og marglita hárþúfum, og byggist þessi sumarfatalína á verkum hennar seinustu 20 árin. Loðnir broskarlar breytast í töskur og skreytingar á höttum, kjólum og bolum. Flétturnar og litríku hárverkin eru orðin að munstri á efnum í anorökkum, peysum, kjólum, buxum og slæðum í bleiku, bláu, fjólubláu, túrkís og grænum litum. Naglalökkin kallast á við litina í verkum hennar og gull- og silfurskartgripirnir túlka hráleikann sem fyrirfinnst í mörgum hennar verkum.

Skemmtileg, hress og einstök

Lilja Baldursdóttir, framleiðandi Hrafnhildar, er einnig samframleiðandi ásamt & Other Stories að myndatökum herferðarinnar og opnunarkvöldinu.

„Að fá að búa til föt úr listinni sinni er draumur fyrir marga listamenn og það er nákvæmlega það sem mér finnst sérstakt við þessa línu. Listin hennar Hrafnhildar getur nú notið sín í öðru formi en henni var upphaflega ætlað. Mér finnst línan líka lýsa Hrafnhildi rosalega vel sem listamanni, fatahönnuði og persónu; hún er skemmtileg, hress og algjörlega einstök, sagði Lilja sem er viss um að línan muni slá í gegn. „Línan er mjög litrík og ung í anda, en það er hægt að klæða flíkurnar upp og niður þannig að að mínu mati nær hún til allra sem vilja tjá sig á skemmtilegan hátt með klæðaburði sínum,“ bætir Lilja við.

Íslendingar húmorískari í klæðaburði

Hrafnhildur, hvort er þetta New York- eða Reykjavíkurtíska?

„Ég held að þetta sé rosalega mikið bæði. Ég er auðvitað alin upp í tískunni í Reykjavík. Stíllinn er húmorískur og það er meiri húmor í því hvernig fólk klæðir sig á Íslandi og nú ég er komin með það hingað til New York. Svo er hönnunin auðvitað byggð á myndlistinni minni en ég hef búið hér í New York hálfa ævina þannig að áhrifin eru bæði frá New York og Reykjavík.

Verður eitthvert framhald á þessu eftir að línan selst upp?

„Ég hef alltaf verið að búa til föt þannig að þegar ég fékk tækifæri til að vinna með fatamerkinu & Other Stories varð ég mjög glöð því þurfti ég ekki að sjá um neitt nema hugmyndavinnuna. Ég hef engan tíma til að finna út úr framleiðsluferlinu, ég þarf alveg teymi til þess að gera það, þannig að hér með auglýsi ég eftir því. Ef einhver vill vinna með mér við að búa til föt þá ég til. En ég valdi að vera myndlistarmaður og það er stærsta ástríðan.

Hvað finnst þér skemmtilegast við fatahönnunina?

„Að eignast föt sem eru nákvæmlega eins og ég vil hafa þau!

Þú ert alla vega rosalega flott í þessum kjól.

„Takk, þetta eru nú bara tvær slæður sem ég saumaði saman núna rétt fyrir opnunina, ha,ha, en þær eru hluti af línunni.

Hvernig myndir þú lýsa línunni?

„Ég vildi að hún yrði litrík, fjörug, húmorísk og rosalega þægileg. Yfirborð og áferð eru aðalmálið, en sniðin það einföld og hversdagsleg að maður getur raðað flíkunum saman eftir því hvernig skapi maður er í, og notað þær við hvað sem er í fataskápnum ef maður vill vera meira áberandi, segir Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter myndlistarkona og fatahönnuður.

mbl.is
mbl.is
Ljósmynd/Lilja Baldurs
Ljósmynd/Lilja Baldurs
Ljósmynd/Lilja Baldurs
mbl.is
Ljósmynd/Lilja Baldurs
Ljósmynd/Lilja Baldurs
Ljósmynd/Lilja Baldurs
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál