Gefur vönduðum flíkum framhaldslíf

Stefán Svan Aðalheiðarson.
Stefán Svan Aðalheiðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður hefur starfað innan um fallegar flíkur og vönduð merki í um fimmtán ár. Hann opnaði nýverið verslunina Stefánsbúð þar sem hann selur dýra merkjavöru fyrir viðskiptavini sína. Hann segir Íslendinga orðna meðvitaðri um sinn persónulega stíl og þar af leiðandi er aukin eftirspurn eftir einstökum flíkum. 

Það er vor í lofti þrátt fyrir að um vetur sé að ræða á dagatalinu. Útlendingar eru á rölti og það er nóg að gera í Stefánsbúð sem stendur á sjarmerandi stað rétt fyrir ofan Tjörnina, í Miðstræti 12. Hurðina opnar Stefán Svan, fatahönnuður og umsjónarmaður facebook-síðunnar Merkjavara föt, skór & aukahlutir þar sem notuð föt hafa farið kaupum og sölum í rúm tvö ár en hugmyndin að Stefánsbúð fæddist einmitt út frá síðunni.

Um er að ræða fyrstu verslun sinnar tegundar hér á landi en hugmyndin er að halda lífi í dýrum og vönduðum flíkum sem fólk er hætt að nota. Stefán setur háan standard er kemur að því að velja flíkur í verslunina og tekur alls ekki við hverju sem er. „Ég vil helst að flíkurnar séu í toppstandi til þess að vilja selja þær áfram. Það er ekki þannig að þú getir komið hérna við með fullt af gömlum fatnaði og komið honum í verð. Þetta á að líta út eins og alvöruverslun. „Ásamt því að selja notaðar merkjavörur flytur Stefán einnig inn gullfallegar leðurtöskur frá Ítalíu og kjóla héðan og þaðan úr heiminum. „Svo er ég að skoða það að taka inn fatnað eftir erlenda hönnuði, svo það eru spennandi tímar framundan.“

Klassísku merkin rjúka út

Aðspurður hvort einhver merki séu eftirsóttari en önnur segir hann svo vera. „Klassísku merkin eins og Gucci, Dior og Sonja Rykiel rjúka alltaf út og auðvitað töskurnar líka.“ Stefán segist ekki taka við skóm nema þeir séu ónotaðir eða notaðir einu sinni eða svo. „Ég tek aðeins við skóm sem fólk hefur keypt og áttað sig á að pössuðu ekki eða að þeir yrðu ekki notaðir. Hér á allt að líta vel út.“

Búðin er skemmtilega upp sett, hún er hrá en á sama hátt hlýleg. Heilu staflarnir af tískublöðum eru notaðir sem hillur og því svolítið öðruvísi stemning en við þekkjum úr íslenskum verslunum. Stefán segir nágrannaþjóðir okkar vera farnar að opna æ fleiri verslanir af þessum toga en að upphaflega komi þessi hugmynd frá Bandaríkjunum.

Endurnýting að ná yfirhöndinni

Merkjavörurnar koma helst úr öllum áttum og úr ótrúlegustu skápum. Hann segir að fólk hafi alltaf átt erfiðara með að losa sig við merkjavöru og því svolítið safnað henni en að í dag sé endurnýtingin að ná yfirhöndinni og fólk farið að tíma að sleppa hendinni af því sem það er hætt að nota. Stefán viðurkennir líka að hann eigi góða fastakúnna sem bíði oft og tíðum spenntir eftir nýjungum ef svo má segja og að hann láti þá óhikað vita. „Ég hef svo gaman af því að vinna með fólki og er í góðu sambandi við viðskiptavini mína. Þar af leiðandi læt ég þá að sjálfsögðu vita ef það koma flíkur sem ég tel að henti þeim. Á síðunni geri ég það sama. Ég merki kannski viðkomandi á mynd af þeirri flík sem ég tel að henti eða heilli.“

Ekki þurft að skila flíkum

Stefán segir vissulega enn einhverja svolítið spéhrædda við að opinbera fataskápinn sinn á facebook-síðunni, Merkjavara föt, skór & aukahlutir og þar af leiðandi henti verslunin vel. Hann vill ekki gefa upp hvað hann tekur í sinn hlut fyrir söluna í Stefánsbúð en segir að það sé í raun allur gangur á því eftir verði, gæðum og merki. Stefán segir enn ekki hafa komið til þess að hann hafi þurft að skila flíkum til baka til eigenda sinna. „Það er mikil hreyfing á flíkunum hér, auðvitað er ein og ein í dýrari kantinum sem hangir kannski örlítið lengur en undantekningarlaust finnur hún nýjan eiganda að lokum.“

Hver er uppáhaldsverslunarborgin þín?

Ég á ekki eiginlega uppáhaldsborg til að versla í, ég kann vel við að versla heima því erlendis geri ég oftast eitthvað annað en að fara í búðir, þar sem það er vinnan mín. París og New York luma á æðislegum „vintage“- og „second hand“-búðum sem við vinnum náið með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál