Hannar fyrir Primark

Lára Gunnarsdóttir starfar sem fatahönnuður í London.
Lára Gunnarsdóttir starfar sem fatahönnuður í London.

Lára Gunnarsdóttir starfar sem fatahönnuður hjá United Clothing í London. En United Clothing hannar föt fyrir stórar verslanir á borð við Primark, Pennys og Breskha. Hún segir samkeppnina var mikla í London og vinnuumhverfið öðruvísi en á Íslandi.

Hvar lærðirðu fatahönnun?

Ég lærði fatahönnun í Arts University Bournemouth. Áður en ég fór út til Englands vann ég á saumastofu Valcano Design og það var eiginlega þar sem áhuginn kviknaði fyrir alvöru. Reynslan sem ég fékk hjá Volcano var ómetanleg og það gaf mér ótrúlega gott forskot að hafa reynslu í sníðagerð og saumum.

Hvernig gekk að fá vinnu?

Eftir að ég lauk grunnáminu fékk ég vinnu hjá lúxus herrafatamerki hér í London sem heitir Agi & Sam og tók meðal annars þátt í tískuvikunni í London.  Eftir Agi & Sam vann ég hjá Absense of Colour en svo í október var með boðinn vinna hjá United Clothing.

Hvernig kom það til að þú fórst að vinna hjá United Clothing?

Ég var í miðju mastersnámi og að vinna hjá Absense of Colour þegar United Clothing hafði samband við mig. Þeir höfðu séð möppuna mín fyrir ári síðan og mundu eftir mér þegar staða opnaðist. Hérna í London snýst þetta rosalega mikið um tengslanetið. Það er mjög mikilvægt að reyna að kynnast sem flestum í bransanum og láta fólk muna eftir manni.

Hvernig fyrrtæki erUnitedClothing?

United Clothing er Fashion Supplier. Það gengur allt rosalega hratt fyrir sig, maður þarf að vera snöggur að spotta nýjustu trendin, finna nýjustu efnin og hanna spennandi flíkur fyrir visst verð. Ég hanna aðallega fyrir Primark og Pennys, en hef einnig hannað fyrir New Look. 

Það er fjölbreytt menningarlíf í London að sögn Láru.
Það er fjölbreytt menningarlíf í London að sögn Láru.

Fyrir hverja hannar fyrirtækið?

United Clothing hannar fyrir New Look, Primark, Pennyes, Berskha og fleiri. Ég vinn í herrafatadeildinni og vinn mikið með License print - sem eru meðal annars hljómsveita og kvikmyndaprent. Það eru margar reglur sem fylgja þegar maður vinnur með Licensce en stundum má lítið breyta prentinu og þá verður maður að vera sniðugur að vinna með flíkina og og efnin til að gera þetta nýtt og spennandi. Ég ferðast mikið út af vinnunni, verksmiðjan okkar er í Tyrklandi þannig við förum þangað reglulega og svo förum við líka í verslunarferðir og efnasýningar til Berlínar, Barcelona, Parísar, New York, Tokyo og Seoul. 

London er stórborg hvernig er vinnuumhverfið?

Það er rosalega mikil samkeppni. Það getur verið erfitt að finna launaða vinnu hérna þegar maður er að byrja. Maður þarf því miður oft að sætta sig við lítil eða engin laun og langa vinnuviku. Ég hef sem betur fer verið heppin með að fá alltaf borgað fyrir mína vinnu en hef þurft að vinna 12 til 14 tíma á dag. Vinnuumhverfið er mun öðruvísi en við erum vön á Íslandi. Fólk vinnur rosalega mikið og maður þarf alltaf að gera sitt besta til að halda þeirri vinnu sem maður hefur.  

Lára hannar karlmannsfatnað.
Lára hannar karlmannsfatnað.

Hvernig er fyrir ungan fatahönnuð að búa í tískuborg eins og London?

Það er geðveikt. Fólkið og umhverfið gefur manni rosalegan innblástur. Allir hafa sinn eigin stíl og fólk er ekki hrætt við að vera öðruvísi. Svo er svo fjölbreytt menning hérna og maður kynnist allskonar fólki með mismunandi bakgrunn og spennandi sögur að segja. Manni leiðist aldrei og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.   

Hvert stefnirðu í framtíðinni?

Ég reyni yfirleitt ekki að hugsa mikið lengra en bara nokkra mánuði í einu. Ég gríp bara þau tækifæri sem koma og sé hvert það leiðir mig.

Er spennandi fyrir fatahönnuði sem hafa reynslu af því að vinna í borg eins og London að koma heim til Íslands?

Nei, ekki eins og er en vonandi breytist það. Ég hef fulla trú á að íslensk fatahönnun eigi eftir að blómstra enn meira og búa til fleiri tækifæri fyrir okkur fatahönnuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál