Þarf ég að fara í aðgerð strax?

Er nauðsynlegt að láta fjarlægja sprungna brjóstapúða?
Er nauðsynlegt að láta fjarlægja sprungna brjóstapúða? mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í ónýta brjóstapúða. 

Sæl Þórdís.

Er með nokkrar spurningar varðandi ónýta brjóstapúða.

  1. Ef kemur í ljós í brjóstamyndatöku í krabbameinsskoðun að brjóstapúðar séu ónýtir eða sprungnir er þá nauðsynlegt að fjarlægja þá?
  2. Er skaðlegt að vera með ónýta púða eða er í lagi að vera með þá áfram?
  3. Hversu fljótt ætti þá að láta taka þá? 

Niðurstaðan úr myndgreiningunni var að að annar púðinn væri rifinn og hinn alveg í „drullu“.

Með fyrirframþökk og bestu kveðju, 

Ein með ca. 12 ára gamla púða.

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir í Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þegar konur fara í reglubundna krabbameinsskoðun frá fertugu hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands og grunur leikur á að um sprungna brjóstapúða sé að ræða fá þær staðlað bréf. Þar er þeim bent á að hafa samband við lýtalækni. Flestar konur kjósa að skipta púðunum út fyrir nýja ef púðarnir eru farnir að leka. Það hefur vissulega aldrei verið sýnt fram á að það sé beinlínis hættulegt eða sjúkdómsvaldandi að silikon-púðar séu farnir að leka, en þeir geta vissulega valdið óþægindum. Sérstaklega ef gelið er í hálffljótandi formi og getur þá jafnvel farið í eitla í holhöndum. En líkaminn myndar alltaf himnu utan um púðana sem er oft nægilega sterk til þess að halda gelinu á sínum stað. Ef tímasetningin á skiptingu á púðum passar þér ekki og þeir eru farnir að leka mæli ég með að framkvæma ómskoðun til þess að sjá umfang lekans. Ef um „innri leka“ er að ræða þá er hægt að bíða með skiptingu. Svo skiptir auðvitað öllu máli hvort þú ert með óþægindi í brjóstunum eða ekki.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál