Settu varalitinn rétt á varirnar

mbl.is/Thinkstockphotos

Í rauninni höldum við örugglega allar að við vitum hvernig við eigum að setja á okkur varalit. Þrátt fyrir það kemur það fyrir hjá okkur að varaliturinn er ójafn og farinn að  dofna áður en við erum komnar út úr húsi. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að við erum ekki að setja varalitinn rétt á. Byrdie fór yfir hvernig ætti að setja á sig varalit. 

Varablýantur og varalitur verða að passa saman

Það er mikilvægt að varablýantur og varalitur passi vel saman nema þú sért Pamela Anderson á tíunda áratugnum. Þetta á sérstaklega við ef þú vilt ná betri fyllingu í varirnar.

Þurrar varir

Það er auðvelt að klúðra varalitnum ef þú setur varlit á mjög þurrar varir. Til að komast hjá þessu er hægt að skrúbba varirnar áður en þú byrjar að mála þig og setja síðan varasalva á varirnar. Eftir að þú ert búin að mála allt andlitið þurrkar þú varasalvann með því að þrýsta pappír létt að vörunum og varalitar þig.

mbl.is/Thinkstockphotos

Varaliturinn fer út fyrir

Ef varaliturinn fer út fyrir er ástæðan líklega varablýanturinn. Þrátt fyrir að venjan sé að setja fyrst varablýant og svo varalit þá er gott trix frá förðunarfræðingum að fara aftur yfir varalínuna með blýanti eftir að varaliturinn er settur á.

Mótun varanna

Það getur verið erfitt að nota varablýant ef maður er óvanur, en æfingin skapar meistarann. Það er best að byrja í miðjunni og móta litla v-ið undir nefinu. Síðan að færa sig yfir í endann og vinna sig inn að miðju. Sama á við um neðri vörina, byrjaðu á að móta miðjuna.

mbl.is/Thinkstockphotos

Ekki sleppa endanum

Til þess að varirnar hafi jafnan og fallegan lit þarf að passa að mála varirnar vandlega. Fólk á það til að sleppa óvart endunum þar sem það er aðeins erfiðara að mála þá. Það er ágæt lausn að opna muninn vel og nota varapensil til þess að klára. Svo má loka munninum og nota pensilinn til þess að laga lokaútkomuna.

Varaliturinn dofnar fljótlega

Það þarf alltaf að fara reglulega fyrir varirnar þegar notaður er blautur varalitur en ef þú ert ekki að setja möttu litina rétt á lendirðu í sama veseninu. Eitt gott trix er að nota varablýant til að móta varirnar og nota síðan blýantinn á varirnar eftir það setur maður varalitinn á sem lag númer tvö. Það er líka gott að nota smá púður á varirnar.

Kylie Jenner hefur vakið athygli fyrir varirnar sínar.
Kylie Jenner hefur vakið athygli fyrir varirnar sínar. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál